Olíufélögin eiga að svara til saka 2. nóvember 2004 00:01 Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira