Olíufélögin eiga að svara til saka 2. nóvember 2004 00:01 Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira