Erlent

Vinnur Kerry á hæðinni?

Líkur á að George Bush vinni forsetakosningarnar virðast vera frekar litlar miðað við þá hefð að þeir frambjóðendur sem eru hærri sigra yfirleitt í kosningunum. Í sögu bandarísku forsetakosninganna síðustu hundrað árin hefur sá frambjóðandi sem er hærri að vexti hlotið fleiri atkvæði í 88 prósent tilfella og hann hefur sigrað í 84 prósenta tilfella. Miðað við þessar vangaveltur þá er fróðlegt að skoða hver niðurstaðan gæti orðið í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum í dag. John Kerry, frambjóðandi demókrata, er mikill vexti, eða 193 sentímetrar, og George Bush forseti er 180 sentímetrar. Hæðarmunurinn á þeim er því umtalsverður. Miðað við að hærri frambjóðandinn hafi unnið í meira en átta af hverjum tíu forsetakosningum frá 1904 þá kunna vinninigsmöguleikar Bush að vera litlir. Þess bera þó að geta að Bush tókst að bera sigurorð að Al Gore þegar þeir bitust um embættið árið 2000, þrátt fyrir að vera mun lægri en Gore. Tökum annars nokkur dæmi. Clinton var hærri en keppinautar sínir Bob Dole og Ross Perot og vann þá báða árið 1996. Clinton var hærri en Bush eldri og Perot þegar kosið var 1992 og sigraði þá báða. Bush eldri var stærri en Michael Dukakis þegar kosið var um Bandaríkjaforseta árið 1988. Þá var Ronald Reagan hærri og sigraði Walter Mondale í kosningunum árið 1984. Reyndar sigruðu Richard Nixon og Jimmy Carter í kosningum árið 1972 og 1976 en báðir voru minni en keppinautar sínir. En John F. Kennedy var hærri en Nixon og vann hann í kosningum árið 1960.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×