Áfengismeðferðardeild lokað 1. nóvember 2004 00:01 Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira