Þúsundir sjálfboðaliða við smölun 1. nóvember 2004 00:01 Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Þar ríður á að allir kjósi og kjósi rétt og því er lögð mikil áhersla á að rétta fólkið mæti á kjörstaði. Metfjárhæðum er eytt í þetta verkefni en talið er að kosningamiðstöðvar kosti um þrjú hundruð milljónum dollara til þessa starfa, eða sem nemur ríflega 20 milljörðum króna. Annars eins fjáraustur hefur aldei sést áður. En það er beitt fleiri brögðum og óskemmtilegri. Frá Flórída berast fregnir af því að háskólanemar, sem skrifað hafi undir áskoranir þess efnis að maríjúana verði leyft eða refsingar barnaníðinga verði hertar, hafi án þess að átta sig á því verið að breyta kosningaskráningu sinni með sömu undirskrift. Margir þeirra hafa nú áttað sig á því að þeir eru allt í einu skráðir sem repúblíkanar en ekki demókratar og að heimilisföngum hefur verið breytt - sem gæti þýtt að viðkomandi nemar gætu ekki kosið á morgun. Í Pennsylvaníu var dreift miðum þar sem á stóð að búist væri við svo mikilli kosningaþátttöku að ákveðið hefði verið að lengja kosningarnar um einn dag. Repúblíkanar ættu að kjósa á þriðjudag og demókratar á miðvikudag. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Ný könnun CBS sýnir að kjósendur hafa miklar áhyggjur af þessum fregnum, sem og öðrum af biluðum kjörvélum og týndum atkvæðum. Með hliðsjón af því hversu mjótt er á mununum í skoðanakönnunum spyrja sig margir hér vestra nú ekki hver heldur hvort einhver muni bera sigur úr bítum á morgun. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Þar ríður á að allir kjósi og kjósi rétt og því er lögð mikil áhersla á að rétta fólkið mæti á kjörstaði. Metfjárhæðum er eytt í þetta verkefni en talið er að kosningamiðstöðvar kosti um þrjú hundruð milljónum dollara til þessa starfa, eða sem nemur ríflega 20 milljörðum króna. Annars eins fjáraustur hefur aldei sést áður. En það er beitt fleiri brögðum og óskemmtilegri. Frá Flórída berast fregnir af því að háskólanemar, sem skrifað hafi undir áskoranir þess efnis að maríjúana verði leyft eða refsingar barnaníðinga verði hertar, hafi án þess að átta sig á því verið að breyta kosningaskráningu sinni með sömu undirskrift. Margir þeirra hafa nú áttað sig á því að þeir eru allt í einu skráðir sem repúblíkanar en ekki demókratar og að heimilisföngum hefur verið breytt - sem gæti þýtt að viðkomandi nemar gætu ekki kosið á morgun. Í Pennsylvaníu var dreift miðum þar sem á stóð að búist væri við svo mikilli kosningaþátttöku að ákveðið hefði verið að lengja kosningarnar um einn dag. Repúblíkanar ættu að kjósa á þriðjudag og demókratar á miðvikudag. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Ný könnun CBS sýnir að kjósendur hafa miklar áhyggjur af þessum fregnum, sem og öðrum af biluðum kjörvélum og týndum atkvæðum. Með hliðsjón af því hversu mjótt er á mununum í skoðanakönnunum spyrja sig margir hér vestra nú ekki hver heldur hvort einhver muni bera sigur úr bítum á morgun.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira