Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð 31. október 2004 00:01 Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira