Innlent

Frístundaheimilin verða opin

Á föstudag var send út tilkynning til foreldra um að frístundaheimilin yrðu lokuð vegna starfsdaga á miðvikudag til föstudag í næstu viku, en þá átti að vera vetrarfrí í grunnskólum borgarinnar. Því hefur hins vegar verið aflýst. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri á æskulýðssviði ÍTR og umsjónarmaður frístundaheimilanna, segir að fundur verði haldinn um málið á mánudaginn þar sem rætt verður um hvort fríið verði afturkallað. "Vilji er fyrir því hjá borginni að frístundaheimilin verði opin og býst ég við að það verði niðurstaðan. Við munum samt sem áður gera það sem hægt er til að koma á móts við þá starfsmenn sem hafa ráðstafað þessum frídögum í annað," segir Sigrún. Anna segir að ekki sé víst að starfsemi frístundaheimilanna verði með hefðbundnu sniði en allt kapp verði lagt á að halda úti starfsemi. "Við erum að reyna að leysa þetta í samstarfi við skólastjórnendur og hugsanlega munu skólarnir koma til móts við okkur með því að bjóða aðstoð skólaliða," segir Anna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×