Innlent

Rannsókn að ljúka

Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að nuddstofan sem auglýsi erótískt nudd hefði verið undir rannsókn á þeim forsendum að þar væri stundað vændi. Rætt var við á annan tug viðskiptavina, auk starfsmanna. Niðurstaða rannsóknarinnar er að þrátt fyrir að þar hafi ekki verið boðið upp á vændi í strangasta skilningi hafi nuddstofan haft milligöngu um að bjóða önnur kynferðismök og um það hafi verið töluverð starfsemi um nokkurn tíma. Hörður sagði jafnframt að tvær konur hefðu starfað á nuddstofunni og að önnur þeirra hefði staðið fyrir rekstrinum og er því grunuð um brot á almennum hegningalögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×