Innlent

Stærsti þjóðgarður í Evrópu

Reglugerðin felur í sér þreföldun á flatarmáli þjóðgarðsins, sem var áður 1.600 km2 en er nú er orðinn 4.807 km2. Skaftafellsþjóðgarður nær nú meðal annars til svæðis sem nemur um 57% af Vatnajökli auk Lakagígasvæðisins. Haft hefur verið náið samráð við heimamenn vegna stækkunar Skaftafellsþjóðgarðs og gerð reglugerðar um hann. Fyrr í þessum mánuði voru haldnir þrír opnir fundir á Höfn, í Suðursveit og á Kirkjubæjarklaustri, þar sem ráðherra kynnti drög að reglugerðinni og leitaði eftir athugasemdum heimamanna. Jafnframt var haft samráð við aðra hagsmunaaðila, svo sem ferðamálasamtök og umhverfis- og útivistarsamtök. Þessi stækkun Skaftafellsþjóðgarðs er fyrsti hluti Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun ná til jökulhettunnar og helstu áhrifasvæða jökulsins. Fyrir liggja tillögur um að hluti landsins norðan Vatnajökuls verði meðal annars hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×