Innlent

Ekki meira maraþonþras

Nú væri nóg komið var viðkvæði foreldra og barna sem mótmæltu verkfalli kennara á útifundi Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra á Austurvelli í gær. Um fimmhundruð manns mættu og hafa ekki fleiri foreldrar mótmælt síðan verkfall grunnskólakennara hófst 20. september. Ketill Magnússon frá foreldrafélagi Vesturbæjarskóla skoraði á deilendur að hætta strax maraþonþrasi og ná sáttum: "Ósætti ykkar bitnar harkalega á börnum sem hafa ekkert gert til að verðskulda þessa meðferð. Sóley Birgisdóttir, talsmaður foreldrafélaga og foreldraráða í Reykjanesbæ, las úr ályktun þeirra. Þar stóð að allir sem tengdust deilunni fríi sig ábyrgð. Foreldrar mótmæli ábyrgðarleysi þeirra. Tími sé kominn á að þeir hætti að ásaka hvor annan og leysi vandann. Börnin létu einnig í sér heyra og kröfðust þess að fá menntun. Þar á meðal var Þorleifur Ólafsson, nemandi í 6. bekk í Vogaskóla. Hann sagði eins og mörg þeirra sakna skólastarfsins. Sér leiddist í verkfallinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×