Innlent

Mótmæli á Austurvelli

Mótmæli á Austurvelli "Hæ, ég heiti Pálmi. Ég er í fyrsta bekk og mér langar að fara í skólann af því að það er svo gaman þar. Þegar ég fer aftur í skólann þá byrja ég að lækna. Takk fyrir," sagði nemandi í 1. bekk á útifundi Heimilis og skóla á Austurvelli í gær. Pálmi hefur verið um 17 daga í skóla en 38 í verkfalli. Verkfalli virki ekki "Formaður Kennarasambandsins og kennarar. Það er ljóst að ykkar aðferð í kjarabaráttu hefur ekki tilætluð áhrif á viðsemjendurna. Hún hefur hins vegar alvarleg áhrif á börnin sem þó eru ekki aðilar að þessari deilu," sagði Ketill Magnússon talsmaður foreldrafélags Vesturbæjarskóla á útifundinum í gær. Semji strax Foreldrar barna í Beiðholtsskóla kröfust þess að deilendur kæmust strax að samkomulagi. "Við óskum þess að aðilar íhugi ábyrgð sína og geri sér grein fyrir því að verið sé að brjóta lög um grunnskóla þessa daganna," sagði Sigurjón Sigurjónsson talsmaður þeirra á útifundinum: "Takið nú eftir orðum okkar: Við förum fram á að þið virðið rétt barna okkar." Lög brotin "[Börnin] eiga betra skilið. Þau eiga rétt á 170 daga skólavist á ári samkvæmt lögum sem Alþingi setti árið 1996 um skólaskyldu barna. Það er nokkuð ljóst að ekki er hægt að uppfylla þessi lög á árinu og þar með erum við farin að brjóta á rétti barna okkar," sagði Kolbrún Ragnarsdóttir talsmaður foreldrafélags Borgarskóla á útifundinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×