Kærði viku eftir árásina 26. október 2004 00:01 Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið eiginkonu sína hálstaki og hrint henni til og frá þannig að hún tognaði á hálsi og hné og hlaut yfirborðsáverka á andliti og hársverði. Jónína segir virðast sem dómarinn telji lögfulla sönnun á því að maðurinn hafi veitt konunni áverka og hafi því brotið gegn 217. grein almennra hegningarlaga. Þá segir hún dómarann ákveða í ljósi aðstæðna og atvika að fresta refsingu. Þær aðstæður og atvik séu að maðurinn hafi lagt hendur á konuna í mikilli bræði og segir í dómnum að gögn málsins hnígi frekar að því að konan kunni að hafa valdið bræðinni. "Þar segir dómarinn að hugsanlega hafi framhjáhald borið á góma á milli þeirra sem hafi réttlætt bræðina sem síðan réttlætir áverkana á konunni," segir Jónína. Jónína segir vekja athygli að í dómnum sé að eitt af því sem dómarinn virðist vísa til varðandi frestun refsiákvörðunar sé að konan hafi verið svo sein að kæra. Henni finnst undarlegt að það teljist seint fyrir konu, sem hefur sætt ofbeldi og þurft hefur að flýja heimili sitt ofsahrædd á nærfötunum, að kæra einni viku eftir atburðinn. "Ég vil enn og aftur ítreka að konur í þessari stöðu eiga ekki að þurfa að kæra og gera kröfu um refsingu og eftir atvikum skaðabóta því það ber að rannsaka þessi mál. Í þessu máli lá fyrir áverkavottorð og vitni að því að konan flúði heimilið auk þess sem konan fór til lögreglunnar því hefði lögreglan átt að rannsaka málið að eigin frumkvæði og án kæru," segir Jónína. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið eiginkonu sína hálstaki og hrint henni til og frá þannig að hún tognaði á hálsi og hné og hlaut yfirborðsáverka á andliti og hársverði. Jónína segir virðast sem dómarinn telji lögfulla sönnun á því að maðurinn hafi veitt konunni áverka og hafi því brotið gegn 217. grein almennra hegningarlaga. Þá segir hún dómarann ákveða í ljósi aðstæðna og atvika að fresta refsingu. Þær aðstæður og atvik séu að maðurinn hafi lagt hendur á konuna í mikilli bræði og segir í dómnum að gögn málsins hnígi frekar að því að konan kunni að hafa valdið bræðinni. "Þar segir dómarinn að hugsanlega hafi framhjáhald borið á góma á milli þeirra sem hafi réttlætt bræðina sem síðan réttlætir áverkana á konunni," segir Jónína. Jónína segir vekja athygli að í dómnum sé að eitt af því sem dómarinn virðist vísa til varðandi frestun refsiákvörðunar sé að konan hafi verið svo sein að kæra. Henni finnst undarlegt að það teljist seint fyrir konu, sem hefur sætt ofbeldi og þurft hefur að flýja heimili sitt ofsahrædd á nærfötunum, að kæra einni viku eftir atburðinn. "Ég vil enn og aftur ítreka að konur í þessari stöðu eiga ekki að þurfa að kæra og gera kröfu um refsingu og eftir atvikum skaðabóta því það ber að rannsaka þessi mál. Í þessu máli lá fyrir áverkavottorð og vitni að því að konan flúði heimilið auk þess sem konan fór til lögreglunnar því hefði lögreglan átt að rannsaka málið að eigin frumkvæði og án kæru," segir Jónína.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira