Kærði viku eftir árásina 26. október 2004 00:01 Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið eiginkonu sína hálstaki og hrint henni til og frá þannig að hún tognaði á hálsi og hné og hlaut yfirborðsáverka á andliti og hársverði. Jónína segir virðast sem dómarinn telji lögfulla sönnun á því að maðurinn hafi veitt konunni áverka og hafi því brotið gegn 217. grein almennra hegningarlaga. Þá segir hún dómarann ákveða í ljósi aðstæðna og atvika að fresta refsingu. Þær aðstæður og atvik séu að maðurinn hafi lagt hendur á konuna í mikilli bræði og segir í dómnum að gögn málsins hnígi frekar að því að konan kunni að hafa valdið bræðinni. "Þar segir dómarinn að hugsanlega hafi framhjáhald borið á góma á milli þeirra sem hafi réttlætt bræðina sem síðan réttlætir áverkana á konunni," segir Jónína. Jónína segir vekja athygli að í dómnum sé að eitt af því sem dómarinn virðist vísa til varðandi frestun refsiákvörðunar sé að konan hafi verið svo sein að kæra. Henni finnst undarlegt að það teljist seint fyrir konu, sem hefur sætt ofbeldi og þurft hefur að flýja heimili sitt ofsahrædd á nærfötunum, að kæra einni viku eftir atburðinn. "Ég vil enn og aftur ítreka að konur í þessari stöðu eiga ekki að þurfa að kæra og gera kröfu um refsingu og eftir atvikum skaðabóta því það ber að rannsaka þessi mál. Í þessu máli lá fyrir áverkavottorð og vitni að því að konan flúði heimilið auk þess sem konan fór til lögreglunnar því hefði lögreglan átt að rannsaka málið að eigin frumkvæði og án kæru," segir Jónína. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið eiginkonu sína hálstaki og hrint henni til og frá þannig að hún tognaði á hálsi og hné og hlaut yfirborðsáverka á andliti og hársverði. Jónína segir virðast sem dómarinn telji lögfulla sönnun á því að maðurinn hafi veitt konunni áverka og hafi því brotið gegn 217. grein almennra hegningarlaga. Þá segir hún dómarann ákveða í ljósi aðstæðna og atvika að fresta refsingu. Þær aðstæður og atvik séu að maðurinn hafi lagt hendur á konuna í mikilli bræði og segir í dómnum að gögn málsins hnígi frekar að því að konan kunni að hafa valdið bræðinni. "Þar segir dómarinn að hugsanlega hafi framhjáhald borið á góma á milli þeirra sem hafi réttlætt bræðina sem síðan réttlætir áverkana á konunni," segir Jónína. Jónína segir vekja athygli að í dómnum sé að eitt af því sem dómarinn virðist vísa til varðandi frestun refsiákvörðunar sé að konan hafi verið svo sein að kæra. Henni finnst undarlegt að það teljist seint fyrir konu, sem hefur sætt ofbeldi og þurft hefur að flýja heimili sitt ofsahrædd á nærfötunum, að kæra einni viku eftir atburðinn. "Ég vil enn og aftur ítreka að konur í þessari stöðu eiga ekki að þurfa að kæra og gera kröfu um refsingu og eftir atvikum skaðabóta því það ber að rannsaka þessi mál. Í þessu máli lá fyrir áverkavottorð og vitni að því að konan flúði heimilið auk þess sem konan fór til lögreglunnar því hefði lögreglan átt að rannsaka málið að eigin frumkvæði og án kæru," segir Jónína.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira