Innlent

Kennsla í skólum Ísafjarðarbæjar

Víða í grunnskólum landsins eru stundakennarar við störf. Kennt er til dæmis í öllum grunnskólum sveitarfélags Ísafjarðarbæjar nema á Flateyri. Magnús S. Jónsson, skólastjóri á Suðureyri, segir einn stundakennara við skólann. Hann kenni elstu bekkjunum tungumál. Nemendur níunda og tíunda bekk séu tíu tíma í skólanum á viku. Hinir eldri bekkirnir þrjá. Á höfuðborgarsvæðinu sinna stundarkennarar einnig skólastarfi. Hanna S. Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands og skólastjóri í Snælandsskóla í Kópavogi, segir þrjá starfa við skólann. Þeir kenni valfög fyrir nemendur níunda og tíunda bekkjar: "Hjá mér starfa leikari, kvikmyndagerðarmaður og grafík-tölvumaður. Hver um sig er að kenna tvo til fjóra tíma á viku." Hanna segir nemendurna hafa mætt ótrúlega vel: "Enda spennandi áfangar og fögin val sem nemendurnir hafa sérstakan áhuga á. Því er ekki skrítið að þau mæti enda fátt annað um að vera."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×