Fötluð börn fá gæslu
Rúmlega 60 fötluðum börnum í Reykjavík hefur verið boðið að nýta frístundarheimili Íþrótta- og tómstundaráðs í verkfalli kennara. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafði veg að skipulagningunni, segir Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur: "Stuðningsfulltrúi verður með börnunum. Þau fá gæslu og mun vonandi líða vel," segir Stefán. Börnin eigi við misjafna fötlun að stríða. Hún flokkist undir það sem teljist með þeim erfiðustu.