Hættulegt vanmat 25. október 2004 00:01 Ef eitthvað eitt hefur fært Íslendingum þau lífskjör sem þjóðin býr við í dag er það sú gæfa að menntahugsun náði að festa rætur meðal þjóðarinnar áður en hún varð í raun bjargálna. Þessi hugsun einkenndi ekki einungis forkólfa samfélagsins, heldur sveif andi hennar yfir stórum hluta samfélagsins. Fjöldi íslensks alþýðufólks fékk í senn tækifæri og hafði metnað og löngun til að afla sér menntunar. Þannig eignaðist þjóðin á undraskömmum tíma menntaða millistétt sem verið hefur og mun verða hryggjarstykki samfélagsins. Samhliða uppbyggingu eigin menntakerfis hafa Íslendingar notið aðgengis að menntakerfi annarra þjóða. Lánasjóður íslenskra námsmanna var ódýr aðgöngumiði samfélagsins að menntun meðal nágrannaþjóða okkar. Meðgjöf þessara þjóða er töluverð. Einkum hafa frændur okkar á Norðurlöndum lagt drjúgt af mörkum til menntunar þjóðarinnar með ókeypis menntun fyrir fjölda Íslendinga. Menntun Íslendinga víða um lönd hefur skapað hér suðupott hugmynda þar sem mætast straumar ólíkra þjóða. Margir eru þeirrar skoðunar að sá fjölþjóðlegi bakgrunnur sem einkennir forystu margra íslenskra fyrirtækja sé lykillinn að velgengni þeirra í sífellt alþjóðlegra viðskiptaumhverfi. Önnur ríkjandi skoðun er sú að fjárfesting nútímans í menntun þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi muni ráða úrslitum um efnahagslega stöðu þjóðarinnar til framtíðar. Hátt menntunarstig, skýrar almennar leikreglur og frjálslynd viðhorf til athafnalífsins eru þrír lyklar að framtíðarvelgengni þjóðarinnar. Enginn þessara þátta er sjálfgefinn og um alla þarf að standa vörð. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, velti fyrir sér gildismati þjóðarinnar á tímum kennaraverkfalls við útskrift Háskólans um helgina. Niðurstaða Páls er sú að við vanmetum gildi menntunar fyrir okkur sjálf og þjóðfélagið í heild um leið og við ímyndum okkur ranglega að við getum haldið uppi góðu menntakerfi með lægri tilkostnaði en mögulegt er í reynd. Háskólarektor segir þetta háskalega vanmat benda til þess að við höfum ekki enn gert okkur ljósa grein fyrir menntabyltingunni sem gengur yfir heiminn. Orð Háskólarektors eru þörf áminning um að lengi býr að fyrstu gerð. Sá ávinningur sem íslenskt samfélag hefur í dag af góðri menntun landsmanna er ávöxtur metnaðar fyrri kynslóða. Sú kynslóð sem nú ræður ríkjum í samfélaginu verður metin síðar í þeim efnum. Menntun er vítt hugtak. Menntunin nær ekki einungis til þekkingar og færni, heldur einnig til grundvallarverðmæta í mannlegri tilveru; hvernig við skynjum okkur í samhengi við umheiminn. Núverandi Háskólarektor hefur verið iðinn við að benda á gildi andlegra verðmæta og mikilvægi þess að halda þeim til haga við mat á gildi menntunar. Hér ber því allt að sama brunni. Lífskjör framtíðarinnar, auk almennrar farsældar samfélagsins, hanga á þeirri spýtu að við lítum á menntun sem forgangsmál og vísustu leiðina til þess að skapa samfélag sem er ríkt af gæðum. Slík rök hljóta að vega þungt þegar leitað er lausna á deilumálum líðandi stundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Ef eitthvað eitt hefur fært Íslendingum þau lífskjör sem þjóðin býr við í dag er það sú gæfa að menntahugsun náði að festa rætur meðal þjóðarinnar áður en hún varð í raun bjargálna. Þessi hugsun einkenndi ekki einungis forkólfa samfélagsins, heldur sveif andi hennar yfir stórum hluta samfélagsins. Fjöldi íslensks alþýðufólks fékk í senn tækifæri og hafði metnað og löngun til að afla sér menntunar. Þannig eignaðist þjóðin á undraskömmum tíma menntaða millistétt sem verið hefur og mun verða hryggjarstykki samfélagsins. Samhliða uppbyggingu eigin menntakerfis hafa Íslendingar notið aðgengis að menntakerfi annarra þjóða. Lánasjóður íslenskra námsmanna var ódýr aðgöngumiði samfélagsins að menntun meðal nágrannaþjóða okkar. Meðgjöf þessara þjóða er töluverð. Einkum hafa frændur okkar á Norðurlöndum lagt drjúgt af mörkum til menntunar þjóðarinnar með ókeypis menntun fyrir fjölda Íslendinga. Menntun Íslendinga víða um lönd hefur skapað hér suðupott hugmynda þar sem mætast straumar ólíkra þjóða. Margir eru þeirrar skoðunar að sá fjölþjóðlegi bakgrunnur sem einkennir forystu margra íslenskra fyrirtækja sé lykillinn að velgengni þeirra í sífellt alþjóðlegra viðskiptaumhverfi. Önnur ríkjandi skoðun er sú að fjárfesting nútímans í menntun þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi muni ráða úrslitum um efnahagslega stöðu þjóðarinnar til framtíðar. Hátt menntunarstig, skýrar almennar leikreglur og frjálslynd viðhorf til athafnalífsins eru þrír lyklar að framtíðarvelgengni þjóðarinnar. Enginn þessara þátta er sjálfgefinn og um alla þarf að standa vörð. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, velti fyrir sér gildismati þjóðarinnar á tímum kennaraverkfalls við útskrift Háskólans um helgina. Niðurstaða Páls er sú að við vanmetum gildi menntunar fyrir okkur sjálf og þjóðfélagið í heild um leið og við ímyndum okkur ranglega að við getum haldið uppi góðu menntakerfi með lægri tilkostnaði en mögulegt er í reynd. Háskólarektor segir þetta háskalega vanmat benda til þess að við höfum ekki enn gert okkur ljósa grein fyrir menntabyltingunni sem gengur yfir heiminn. Orð Háskólarektors eru þörf áminning um að lengi býr að fyrstu gerð. Sá ávinningur sem íslenskt samfélag hefur í dag af góðri menntun landsmanna er ávöxtur metnaðar fyrri kynslóða. Sú kynslóð sem nú ræður ríkjum í samfélaginu verður metin síðar í þeim efnum. Menntun er vítt hugtak. Menntunin nær ekki einungis til þekkingar og færni, heldur einnig til grundvallarverðmæta í mannlegri tilveru; hvernig við skynjum okkur í samhengi við umheiminn. Núverandi Háskólarektor hefur verið iðinn við að benda á gildi andlegra verðmæta og mikilvægi þess að halda þeim til haga við mat á gildi menntunar. Hér ber því allt að sama brunni. Lífskjör framtíðarinnar, auk almennrar farsældar samfélagsins, hanga á þeirri spýtu að við lítum á menntun sem forgangsmál og vísustu leiðina til þess að skapa samfélag sem er ríkt af gæðum. Slík rök hljóta að vega þungt þegar leitað er lausna á deilumálum líðandi stundar.