Stoðir kjarasamninga eru að bresta 23. október 2004 00:01 Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira