Deilendur á fund forsætisráðherra 22. október 2004 00:01 Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira