Rannsókn á húsbroti lokið
Rannsókn á húsbroti þriggja manna á ritstjórn DV er lokið. Í dag voru teknar skýrslur af vitnum sem voru hátt í tuttugu talsins. Fréttastjóri blaðsins hefur lagt fram kæru um líkamsárás en hann var tekinn kverkataki þegar þremeningarnir ruddust inn á blaðið og vildu ræða við ritstjóra. Málið verður sent ríkissaksóknara á mánudag.