15 prósenta launahækkun hafnað 22. október 2004 00:01 Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira