Fimmtán hendur á loft 21. október 2004 00:01 Gjörvöll borgarstjórn Reykjavíkur var sammála á fundi sínum á þriðjudag og heyrir það til sérstakra tíðinda þar sem yfirleitt er gjá, jafnvel hyldjúp, á milli andstæðra fylkinga á þeim bænum. Borgarfulltrúarnir fimmtán greiddu allir sem einn atkvæði með tillögu um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að vinna í góðu samstarfi við sveitarfélögin að því að efla tekjustofna þeirra. Upphaflega bar Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum og óháðum, tillöguna fram en Árna Þór Sigurðssyni, Reykjavíkurlistanum, þótti ástæða til að umorða hana og í kjölfar þess var hún samþykkt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, segir það koma fyrir nokkrum sinnum að allir séu sammála í borgarstjórn og rifjar upp að fyrir um tveimur árum hafi meiri- og minnihluti samþykkt tvær tillögur hans sjálfs, annars vegar um opnun sjóminjasafns í borginni og hins vegar um að borgin félli frá kauprétti á félagslegum íbúðum á fyrir fram ákveðnu verði. Í staðinn fá seljendur markaðsverð fyrir íbúðirnar. "Það er nú ekki alltaf bullandi ágreiningur," segir Vilhjálmur og bendir að auki á að innan nefnda og ráða borgarinnar, t.d. í borgarráði, séu mál oft afgreidd einróma. Engu að síður heyrir til undantekninga að mál séu afgreidd með fimmtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórninni sjálfri og þurfti Vilhjálmur t.d. að fara tvö ár aftur í tímann til að rifja upp það skipti sem það gerðist síðast. En ekki eru allir alltaf á móti, oft kjósa stjórnarandstæðingar að sitja hjá. "Við gerum það þegar þurfa þykir, t.d. í málum sem varða fjármál, þau eru þá algjörlega á ábyrgð meirihlutans. Þetta tíðkaðist líka þegar við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta, þá sat minnihlutinn oft hjá," segir borgarfulltrúinn. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Gjörvöll borgarstjórn Reykjavíkur var sammála á fundi sínum á þriðjudag og heyrir það til sérstakra tíðinda þar sem yfirleitt er gjá, jafnvel hyldjúp, á milli andstæðra fylkinga á þeim bænum. Borgarfulltrúarnir fimmtán greiddu allir sem einn atkvæði með tillögu um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að vinna í góðu samstarfi við sveitarfélögin að því að efla tekjustofna þeirra. Upphaflega bar Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum og óháðum, tillöguna fram en Árna Þór Sigurðssyni, Reykjavíkurlistanum, þótti ástæða til að umorða hana og í kjölfar þess var hún samþykkt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, segir það koma fyrir nokkrum sinnum að allir séu sammála í borgarstjórn og rifjar upp að fyrir um tveimur árum hafi meiri- og minnihluti samþykkt tvær tillögur hans sjálfs, annars vegar um opnun sjóminjasafns í borginni og hins vegar um að borgin félli frá kauprétti á félagslegum íbúðum á fyrir fram ákveðnu verði. Í staðinn fá seljendur markaðsverð fyrir íbúðirnar. "Það er nú ekki alltaf bullandi ágreiningur," segir Vilhjálmur og bendir að auki á að innan nefnda og ráða borgarinnar, t.d. í borgarráði, séu mál oft afgreidd einróma. Engu að síður heyrir til undantekninga að mál séu afgreidd með fimmtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórninni sjálfri og þurfti Vilhjálmur t.d. að fara tvö ár aftur í tímann til að rifja upp það skipti sem það gerðist síðast. En ekki eru allir alltaf á móti, oft kjósa stjórnarandstæðingar að sitja hjá. "Við gerum það þegar þurfa þykir, t.d. í málum sem varða fjármál, þau eru þá algjörlega á ábyrgð meirihlutans. Þetta tíðkaðist líka þegar við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta, þá sat minnihlutinn oft hjá," segir borgarfulltrúinn.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira