Fimmtán hendur á loft 21. október 2004 00:01 Gjörvöll borgarstjórn Reykjavíkur var sammála á fundi sínum á þriðjudag og heyrir það til sérstakra tíðinda þar sem yfirleitt er gjá, jafnvel hyldjúp, á milli andstæðra fylkinga á þeim bænum. Borgarfulltrúarnir fimmtán greiddu allir sem einn atkvæði með tillögu um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að vinna í góðu samstarfi við sveitarfélögin að því að efla tekjustofna þeirra. Upphaflega bar Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum og óháðum, tillöguna fram en Árna Þór Sigurðssyni, Reykjavíkurlistanum, þótti ástæða til að umorða hana og í kjölfar þess var hún samþykkt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, segir það koma fyrir nokkrum sinnum að allir séu sammála í borgarstjórn og rifjar upp að fyrir um tveimur árum hafi meiri- og minnihluti samþykkt tvær tillögur hans sjálfs, annars vegar um opnun sjóminjasafns í borginni og hins vegar um að borgin félli frá kauprétti á félagslegum íbúðum á fyrir fram ákveðnu verði. Í staðinn fá seljendur markaðsverð fyrir íbúðirnar. "Það er nú ekki alltaf bullandi ágreiningur," segir Vilhjálmur og bendir að auki á að innan nefnda og ráða borgarinnar, t.d. í borgarráði, séu mál oft afgreidd einróma. Engu að síður heyrir til undantekninga að mál séu afgreidd með fimmtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórninni sjálfri og þurfti Vilhjálmur t.d. að fara tvö ár aftur í tímann til að rifja upp það skipti sem það gerðist síðast. En ekki eru allir alltaf á móti, oft kjósa stjórnarandstæðingar að sitja hjá. "Við gerum það þegar þurfa þykir, t.d. í málum sem varða fjármál, þau eru þá algjörlega á ábyrgð meirihlutans. Þetta tíðkaðist líka þegar við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta, þá sat minnihlutinn oft hjá," segir borgarfulltrúinn. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Gjörvöll borgarstjórn Reykjavíkur var sammála á fundi sínum á þriðjudag og heyrir það til sérstakra tíðinda þar sem yfirleitt er gjá, jafnvel hyldjúp, á milli andstæðra fylkinga á þeim bænum. Borgarfulltrúarnir fimmtán greiddu allir sem einn atkvæði með tillögu um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að vinna í góðu samstarfi við sveitarfélögin að því að efla tekjustofna þeirra. Upphaflega bar Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum og óháðum, tillöguna fram en Árna Þór Sigurðssyni, Reykjavíkurlistanum, þótti ástæða til að umorða hana og í kjölfar þess var hún samþykkt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, segir það koma fyrir nokkrum sinnum að allir séu sammála í borgarstjórn og rifjar upp að fyrir um tveimur árum hafi meiri- og minnihluti samþykkt tvær tillögur hans sjálfs, annars vegar um opnun sjóminjasafns í borginni og hins vegar um að borgin félli frá kauprétti á félagslegum íbúðum á fyrir fram ákveðnu verði. Í staðinn fá seljendur markaðsverð fyrir íbúðirnar. "Það er nú ekki alltaf bullandi ágreiningur," segir Vilhjálmur og bendir að auki á að innan nefnda og ráða borgarinnar, t.d. í borgarráði, séu mál oft afgreidd einróma. Engu að síður heyrir til undantekninga að mál séu afgreidd með fimmtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórninni sjálfri og þurfti Vilhjálmur t.d. að fara tvö ár aftur í tímann til að rifja upp það skipti sem það gerðist síðast. En ekki eru allir alltaf á móti, oft kjósa stjórnarandstæðingar að sitja hjá. "Við gerum það þegar þurfa þykir, t.d. í málum sem varða fjármál, þau eru þá algjörlega á ábyrgð meirihlutans. Þetta tíðkaðist líka þegar við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta, þá sat minnihlutinn oft hjá," segir borgarfulltrúinn.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira