Embættismenn firra sig ábyrgð 20. október 2004 00:01 Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira