Embættismenn firra sig ábyrgð 20. október 2004 00:01 Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira