Kvöðum ekki aflétt 19. október 2004 00:01 Ekki kemur til greina að aflétta kvöðum sem fylgja skipulagi vegna matvöruverslunar Bónuss og Hagkaupa í Spönginni að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulagsnefndar borgarinnar. Eigandi verslunarinnar Heimilisvörur, sem er á athafnasvæðinu við Fossaleyni í Grafarvogi, hyggst fara í mál við borgaryfirvöld vegna þess að samkvæmt skipulagskvöðunum má ekki opna matvöruverslun þar. "Tilgangurinn með kvöðunum er að styrkja uppbyggingu Spangarinnar, sem þá meginverslunarmiðstöð fyrir Grafarvogshverfið. Þetta er eitthvað sem gert er alls staðar - líka í nágrannasveitarfélögunum," segir Steinunn Valdís. "Þetta snýst um skipulag. Þetta hefur ekkert að gera um það hverjir reka þessar verslanir. Hagkaup fékk þessu úthlutað árið 1996 en þá var Hagkaup í eigu Sigurður Gísla Pálmasonar." Steinunn Valdís segir að auðvitað geti menn ákveðið að breyta skipulaginu seinna. "Aðstæður geta breyst. Ef það verður ákveðið að breyta skipulaginu verður að liggja fyrir hvaða afleðingar það muni hafa í för með sér. Ef það yrði leyft að opna matvöruverslun við Fossaleyni þyrfti að endurskilgreina skipulagið í stærra samhengi, þar með talið gatnakerfið en götur þarna bera kannski ekki þá umferð sem verslunarmiðstöðvum fylgja. Það er allt önnur umferð við verslunarmiðstöð en iðnaðarhverfi." Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmaður eiganda Heimilsvara, segir að tilgangi kvaðanna sé náð. Búið sé að byggja upp verslunarmiðstöðina í Spönginni og tími til kominn að heimila öðrum að opna og reka matvöruverslanir í samkeppni við verslanirnar í Spönginni. "Þessu máli er á engan hátt beint gegn Bónus," segir Júlíus Vífill. "Skjólstæðingur minn áleit einfaldlega að hann þyrfti ekki að sæta þessum kvöðum að eilífu. Hann taldi að kvaðirnar hefðu verið settar til að Spöngin gæti byggst upp í friði en ekki til þess að stemma stigu við matvöruverslun á athafnasvæðum í Grafarvogi. " Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Ekki kemur til greina að aflétta kvöðum sem fylgja skipulagi vegna matvöruverslunar Bónuss og Hagkaupa í Spönginni að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulagsnefndar borgarinnar. Eigandi verslunarinnar Heimilisvörur, sem er á athafnasvæðinu við Fossaleyni í Grafarvogi, hyggst fara í mál við borgaryfirvöld vegna þess að samkvæmt skipulagskvöðunum má ekki opna matvöruverslun þar. "Tilgangurinn með kvöðunum er að styrkja uppbyggingu Spangarinnar, sem þá meginverslunarmiðstöð fyrir Grafarvogshverfið. Þetta er eitthvað sem gert er alls staðar - líka í nágrannasveitarfélögunum," segir Steinunn Valdís. "Þetta snýst um skipulag. Þetta hefur ekkert að gera um það hverjir reka þessar verslanir. Hagkaup fékk þessu úthlutað árið 1996 en þá var Hagkaup í eigu Sigurður Gísla Pálmasonar." Steinunn Valdís segir að auðvitað geti menn ákveðið að breyta skipulaginu seinna. "Aðstæður geta breyst. Ef það verður ákveðið að breyta skipulaginu verður að liggja fyrir hvaða afleðingar það muni hafa í för með sér. Ef það yrði leyft að opna matvöruverslun við Fossaleyni þyrfti að endurskilgreina skipulagið í stærra samhengi, þar með talið gatnakerfið en götur þarna bera kannski ekki þá umferð sem verslunarmiðstöðvum fylgja. Það er allt önnur umferð við verslunarmiðstöð en iðnaðarhverfi." Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmaður eiganda Heimilsvara, segir að tilgangi kvaðanna sé náð. Búið sé að byggja upp verslunarmiðstöðina í Spönginni og tími til kominn að heimila öðrum að opna og reka matvöruverslanir í samkeppni við verslanirnar í Spönginni. "Þessu máli er á engan hátt beint gegn Bónus," segir Júlíus Vífill. "Skjólstæðingur minn áleit einfaldlega að hann þyrfti ekki að sæta þessum kvöðum að eilífu. Hann taldi að kvaðirnar hefðu verið settar til að Spöngin gæti byggst upp í friði en ekki til þess að stemma stigu við matvöruverslun á athafnasvæðum í Grafarvogi. "
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira