Kvöðum ekki aflétt 19. október 2004 00:01 Ekki kemur til greina að aflétta kvöðum sem fylgja skipulagi vegna matvöruverslunar Bónuss og Hagkaupa í Spönginni að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulagsnefndar borgarinnar. Eigandi verslunarinnar Heimilisvörur, sem er á athafnasvæðinu við Fossaleyni í Grafarvogi, hyggst fara í mál við borgaryfirvöld vegna þess að samkvæmt skipulagskvöðunum má ekki opna matvöruverslun þar. "Tilgangurinn með kvöðunum er að styrkja uppbyggingu Spangarinnar, sem þá meginverslunarmiðstöð fyrir Grafarvogshverfið. Þetta er eitthvað sem gert er alls staðar - líka í nágrannasveitarfélögunum," segir Steinunn Valdís. "Þetta snýst um skipulag. Þetta hefur ekkert að gera um það hverjir reka þessar verslanir. Hagkaup fékk þessu úthlutað árið 1996 en þá var Hagkaup í eigu Sigurður Gísla Pálmasonar." Steinunn Valdís segir að auðvitað geti menn ákveðið að breyta skipulaginu seinna. "Aðstæður geta breyst. Ef það verður ákveðið að breyta skipulaginu verður að liggja fyrir hvaða afleðingar það muni hafa í för með sér. Ef það yrði leyft að opna matvöruverslun við Fossaleyni þyrfti að endurskilgreina skipulagið í stærra samhengi, þar með talið gatnakerfið en götur þarna bera kannski ekki þá umferð sem verslunarmiðstöðvum fylgja. Það er allt önnur umferð við verslunarmiðstöð en iðnaðarhverfi." Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmaður eiganda Heimilsvara, segir að tilgangi kvaðanna sé náð. Búið sé að byggja upp verslunarmiðstöðina í Spönginni og tími til kominn að heimila öðrum að opna og reka matvöruverslanir í samkeppni við verslanirnar í Spönginni. "Þessu máli er á engan hátt beint gegn Bónus," segir Júlíus Vífill. "Skjólstæðingur minn áleit einfaldlega að hann þyrfti ekki að sæta þessum kvöðum að eilífu. Hann taldi að kvaðirnar hefðu verið settar til að Spöngin gæti byggst upp í friði en ekki til þess að stemma stigu við matvöruverslun á athafnasvæðum í Grafarvogi. " Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Ekki kemur til greina að aflétta kvöðum sem fylgja skipulagi vegna matvöruverslunar Bónuss og Hagkaupa í Spönginni að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulagsnefndar borgarinnar. Eigandi verslunarinnar Heimilisvörur, sem er á athafnasvæðinu við Fossaleyni í Grafarvogi, hyggst fara í mál við borgaryfirvöld vegna þess að samkvæmt skipulagskvöðunum má ekki opna matvöruverslun þar. "Tilgangurinn með kvöðunum er að styrkja uppbyggingu Spangarinnar, sem þá meginverslunarmiðstöð fyrir Grafarvogshverfið. Þetta er eitthvað sem gert er alls staðar - líka í nágrannasveitarfélögunum," segir Steinunn Valdís. "Þetta snýst um skipulag. Þetta hefur ekkert að gera um það hverjir reka þessar verslanir. Hagkaup fékk þessu úthlutað árið 1996 en þá var Hagkaup í eigu Sigurður Gísla Pálmasonar." Steinunn Valdís segir að auðvitað geti menn ákveðið að breyta skipulaginu seinna. "Aðstæður geta breyst. Ef það verður ákveðið að breyta skipulaginu verður að liggja fyrir hvaða afleðingar það muni hafa í för með sér. Ef það yrði leyft að opna matvöruverslun við Fossaleyni þyrfti að endurskilgreina skipulagið í stærra samhengi, þar með talið gatnakerfið en götur þarna bera kannski ekki þá umferð sem verslunarmiðstöðvum fylgja. Það er allt önnur umferð við verslunarmiðstöð en iðnaðarhverfi." Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmaður eiganda Heimilsvara, segir að tilgangi kvaðanna sé náð. Búið sé að byggja upp verslunarmiðstöðina í Spönginni og tími til kominn að heimila öðrum að opna og reka matvöruverslanir í samkeppni við verslanirnar í Spönginni. "Þessu máli er á engan hátt beint gegn Bónus," segir Júlíus Vífill. "Skjólstæðingur minn áleit einfaldlega að hann þyrfti ekki að sæta þessum kvöðum að eilífu. Hann taldi að kvaðirnar hefðu verið settar til að Spöngin gæti byggst upp í friði en ekki til þess að stemma stigu við matvöruverslun á athafnasvæðum í Grafarvogi. "
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira