2 1/2 árs fangelsi hæfilegt 19. október 2004 00:01 Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira