Sinnuleysi um varnir landsins 18. október 2004 00:01 Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira
Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðu utandagskrá um veru rússnesku skipanna hér við land. Sagði hann mikla hættu hafa getað skapast af þessarri nálægð við kjarnorkuvopn hins fjársvelta rússneska flota. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bæði flugmóðurskipið og orustubeitiskipið Pétur mikla hafa verið í viðgerð á liðnu sumri. Hann sagði Rússum hins vegar heimilt að stunda æfingar sem þessar því hvorki alþjóðasamningar né hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna banni slíkt. Samkvæmt íslenskum lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nái íhlutunarréttur Landhelgisgæslunnar ekki til herskipa. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki þurfa nema einn rússneskan, kjarnorkuknúinn ryðkláf til að sökkva á íslensku hafsvæði til þess að Íslendingar séu komnir í verulega vond mál. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði það alvarlegt mál að skipin hafi legið í hálfan mánuð aðeins 15 sjómílur, eða um 30 kílómetra, frá ströndum landsins. Steingrími og fleirum fannst viðbrögð ríkisstjórnarinnar bera vott um getuleysi; úrræði væru til staðar ef menn vildu leita þeirra. Þá var einnig rætt um að efla þurfi Landhelgisgæsluna en þetta mál hefði sýnt hve illa búin hún er nauðsynlegum vélum og tækjum. Það voru flestir sammála um, nema þegar kom að eftirliti neðansjávar. Dómsmálaráðherra sagði að ef farið væri út í slíkar aðgerðir væri verið að tala um miklu meiri hervæðingu hér á landi en jafnvel hann hefði nokkurn tíma haft orð á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira