Hressir eftir að Vaidas dó 18. október 2004 00:01 Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira