Áræði og metnaður í alþjóðamálum 15. október 2004 00:01 Rúmt ár er liðið frá því að íslensk stjórnvöld tilkynntu að þau hygðust sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar kosið yrði í ráðið haustið 2008. Ef framboðið verður árangursríkt mun Ísland verða fámennasta ríkið í sögunni til að taka sæti í ráðinu. Markmiðið er metnaðarfullt enda komst þáverandi utanríkisráðherra svo að orði að fyrst og síðast væri framboðið spurning um áræði og metnað fyrir hönd Íslands á alþjóðavettvangi. "Það er engum vafa undirorpið að óneitanlega væri ódýrara og mun þægilegra að sitja heima með hendur í skauti og láta öðrum þjóðum það eftir að takast á við heimsmálin og bera kostnað af því," sagði ráðherrann. Málsvari smáríkja í Öryggisráðinu Frá því að Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, tilkynnti um framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu síðastliðið haust hafa áherslur Íslands verið að mótast. Ísland verður fámennasta ríkið til taka sæti í Öryggisráðinu ef allt gengur að óskum. Þess vegna kemur ekki á óvart að rauður þráður í áherslum Íslands er að vera málsvari smáríkja og halda á lofti þeirra sjónarmiðum í Öryggisráðinu. Í ræðu á Alþingi 13. október síðastliðinn, þar sem utanríkisráðherra kynnti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um framboð Íslands fyrir þingheimi, sagði Halldór Ásgrímsson að sú ákvörðun byggði á þeirri sýn að Ísland geti með sérstökum hætti miðlað af eigin reynslu og aðstöðu í þágu aðildarríkjanna allra. Ísland hefur sérstaka aðstöðu sem efnað smærra ríki með góð tengsl við helstu áhrifavalda í heiminum. Draga mætti hagnýtar ályktanir af hraðri vegferð Íslands frá örbirgð til auðlegðar og síðar aðstoð við efnahagsþróun fátækari ríkja. Í ræðu sem Geir H. Haarde flutti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september síðastliðnum í fjarveru Davíðs Oddssonar kemur áhersla á framboð Íslands sem smáþjóðar enn betur fram. Þar sagði Geir að á sama hátt og skipan Öryggisráðsins tæki mið af markmiðinu um sem jafnasta dreifingu aðildarríkja eftir hnattstöðu væri einnig mikilvægt að sjónarmið smærri ríkja og þau mál sem þau varðaði sérstaklega væru til umfjöllunar í ráðinu. Jón Hákon Magnússon, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, segir að fyrsta verk Íslands í Öryggisráðinu, ef framboðið ber árangur, eigi að vera að festa sig í sessi sem málsvari hinna smærri ríkja. "Þau ríki eru alla jafna miklu friðsamari en þau stærri og ef smáu ríkin standa saman geta þau komið mjög miklu til leiðar. Við munum ekki áorka miklu ein og sér í Öryggisráðinu og þess vegna eigum við að byrja á því að festa okkur í sessi þar og marka okkur stöðu með því að tala máli smærri ríkja." Í áðurnefndri ræðu Halldórs Ásgrímssonar nefndi hann þrjú atriði sem sérstök áhersla yrði lögð á í kynningu á framboði Íslands; í fyrsta lagi framlag Íslands til friðar og stöðugleika í heiminum, í öðru lagi að Ísland myndi stuðla að umbótum á Öryggisráðinu og í þriðja lagi afvopnunarmál með sérstakri áherslu á vinnu gegn útbreiðslu gereyðingarvopna. Friður og öryggi Hvað fyrsta atriðið í þessari upptalningu varðar leiðir það beinlínis af hlutverki Öryggisráðsins en samkvæmt 24. gr. Sáttmála Sameinuðu þjóðanna fela aðildarríki SÞ ráðinu það hlutverk að gæta heimsfriðar og öryggis. Sú spurning kann að vakna hvort staða Íslands kunni að veikjast að þessu leyti vegna stuðnings ríkisstjórnarinnar við hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, sem strangt til tekið fengu ekki blessun Öryggisráðsins. Kunnugir segja þó að í sjálfri kosningabaráttunni velti stuðningur ríkja ekki á slíkum atriðum. "Íslendingar hafa alltaf verið í fararbroddi þeirra þjóða sem aðhyllast frið og öryggi. Þó að við höfum tekið þá afstöðu að vera í Atlantshafsbandalaginu hefur okkar áhersla alltaf verið sú að það eigi að leysa deilumál með friðsamlegum hætti. Við erum mjög trúverðugur kandídat í Öryggisráðið að þessu leyti," sagði Pétur Leifsson þjóðréttarfræðingur í samtali við Fréttablaðið. Aðrir sem rætt var við telja að afstaða Íslands í Íraksmálinu kunni að vinna gegn framboðinu, sérstaklega þar sem hvorugt ríkið sem einnig sækist eftir hinu lausa sæti, Tyrkland og Austurríki, tilheyrði fylkingu hinna fúsu. Afvopnunarmál hafa verið mjög í brennidepli á síðustu misserum og því kemur ekki á óvart að lögð skuli sérstök áhersla á þau. Ekki er ósennilegt að afvopnunarmálin komi í ríkari mæli til kasta Öryggisráðsins á næstu árum eftir því sem fleiri ríki koma sér upp kjarnorkuvopnum. Nú þegar hefur ráðið samþykkt ályktanir sem beinast gegn kjarnorkuáætlun Íraka og einnig beinast sjónir manna að Norður-Kóreu. Umbætur á Öryggisráðinu Hvað varðar umbætur á Öryggisráðinu hefur Ísland nú þegar markað sér nokkuð skýra stefnu. Á síðustu árum hefur gætt vaxandi óþreyju með núverandi skipan þar sem fimm aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sigurvegarar síðari heimsstyrjaldar, fara með neitunarvald í ráðinu, þó svo að valdahlutföll á alþjóðavettvangi hafi gjörbreyst frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Ríki sem greiða verulegan kostnað af starfi Sameinuðu þjóðanna, til að mynda Þýskaland og Japan, hafa krafist þess að fá fastafulltrúa í ráðinu, sem og fjölmennari ríki heims á borð við Indland. Í áðurnefndri ræðu Geirs H. Haarde á Allsherjarþinginu í september síðastliðnum sagði hann að niðurstaða yrði að fást í umræðum sem staðið hafa yfir í mörg ár um að fjölga fulltrúum í Öryggisráðinu. Sagði Geir að nýta yrði tækifærið við þá fjölgun og gera þær breytingar á ráðinu að það endurspeglaði betur þann mikla fjölda ríkja sem aðild á að Sameinuðu þjóðunum, auk þess að gera ráðið skilvirkara. Við þetta tækifæri nefndi Geir sérstaklega Þýskaland, Indland, Japan og Brasilíu en bætti við að jafnframt væri mikilvægt að Afríkuríki ættu fastafulltrúa í ráðinu. Þessi yfirlýsing markar þá stefnu sem Ísland hefur tekið í hinu umdeilda máli sem lýtur að umbætum á Öryggisráðinu. Mikilvæg jaðaráhrif Útilokað er að spá fyrir um hvernig atkvæði muni falla í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðari hluta árs 2008 þegar þau fimm aðildarríki sem sitja munu í Öryggisráðinu frá 1. janúar 2009 til 31. desember 2010 verða kjörin. Ísland hefur á síðustu mánuðum tekið upp stjórnmálasamband við fjölmörg þeirra eitt hundrað af 191 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem ekki voru í stjórnmálasambandi við Ísland áður. Þetta er einn liðurinn í því að koma áherslum Íslands á framfæri í þeirri von að viðkomandi ríki greiði Íslandi atkvæði sitt. Nokkrar þjóðir hafa þegar lofað stuðningi en fara verður varlega í það að telja þau atkvæði komin í hús. Fyrsta verkefnið er vitaskuld að ná kjöri en þá tekur við verkefni sem ekki er síður umfangsmikið og vandasamt, en það er aðuppfylla þær skyldur og axla þá ábyrgð sem því fylgir að sitja í Öryggisráðinu. Pétur Leifsson þjóðréttarfræðingur segir að hlutverk Öryggisráðsins sé í seinni tíð orðið afar margþætt og nauðsynlegt fyrir aðildarríki þess að setja sig vel inn í alla þá málaflokka sem undir ráðið heyra. "Burtséð frá þeim áherslum sem við ætlum að beita okkur fyrir, verðum við að standa klár á því að geta sinnt þeim skyldum sem við tökum okkur á herðar með setu í ráðinu," segir Pétur, sem leggur stund á doktorsnám í þjóðarétti í Rotterdam og hefur sérhæft sig í alþjóðlegum öryggismálum. Pétur segir að ef Ísland nær kjöri í Öryggisráðið muni það styrkja mjög öryggishagsmuni landsins. En aðild fylgir margvíslegur ávinningur annar. "Við megum ekki leiða hjá okkur þau jákvæðu áhrif sem seta okkar myndi hafa á okkar eigin hag. Við megum ekki gleyma jaðaráhrifunum í tengslum við aðrar alþjóðastofnanir. Að hafa sæti í ráðinu gefur okkur sérstakan aðgang á alþjóðavettvangi. Ég tel að ef rétt er haldið á málum geti þetta gefið okkur mun sterkari stöðu en áður til að koma málum á framfæri," segir Pétur og nefnir sérstaklega önnur brýn hagsmunamál Íslendinga, einkum í hafréttarmálum. Fjögur ár til stefnu Framboð Íslands var ákveðið með góðum fyrirvara. Fastlega má reikna með því að aukinn þungi færist í framboðsvinnunna eftir því sem nær líður. Búast má við einhverjum tilfærslum í utanríkisþjónustunni og jafnvel fjölgun starfsmanna sem vinna að framboðinu. Ljóst er að kostnaður vegna framboðsins verður verulegur og þykir kannski ýmsum ársseta í Öryggisráðinu dýru verði keypt, að ekki sé minnst á að alls óvíst er hvort markmiðið með framboðinu náist. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort framboðið sé ekki verðugt markmið í sjálfu sér og muni skila Íslendingum ávinningi til lengri tíma litið í formi öflugri utanríkisþjónustu. Íslendingar eiga mikilla hagsmuna að gæta á ákveðnum sviðum alþjóðamála. Eins og að framan greinir telja sérfræðingar að jaðaráhrifin af setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrðu afar jákvæð og vera Íslands þar myndi styrkja hagsmunagæslu landsins á öllum sviðum alþjóðamála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Rúmt ár er liðið frá því að íslensk stjórnvöld tilkynntu að þau hygðust sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar kosið yrði í ráðið haustið 2008. Ef framboðið verður árangursríkt mun Ísland verða fámennasta ríkið í sögunni til að taka sæti í ráðinu. Markmiðið er metnaðarfullt enda komst þáverandi utanríkisráðherra svo að orði að fyrst og síðast væri framboðið spurning um áræði og metnað fyrir hönd Íslands á alþjóðavettvangi. "Það er engum vafa undirorpið að óneitanlega væri ódýrara og mun þægilegra að sitja heima með hendur í skauti og láta öðrum þjóðum það eftir að takast á við heimsmálin og bera kostnað af því," sagði ráðherrann. Málsvari smáríkja í Öryggisráðinu Frá því að Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, tilkynnti um framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu síðastliðið haust hafa áherslur Íslands verið að mótast. Ísland verður fámennasta ríkið til taka sæti í Öryggisráðinu ef allt gengur að óskum. Þess vegna kemur ekki á óvart að rauður þráður í áherslum Íslands er að vera málsvari smáríkja og halda á lofti þeirra sjónarmiðum í Öryggisráðinu. Í ræðu á Alþingi 13. október síðastliðinn, þar sem utanríkisráðherra kynnti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um framboð Íslands fyrir þingheimi, sagði Halldór Ásgrímsson að sú ákvörðun byggði á þeirri sýn að Ísland geti með sérstökum hætti miðlað af eigin reynslu og aðstöðu í þágu aðildarríkjanna allra. Ísland hefur sérstaka aðstöðu sem efnað smærra ríki með góð tengsl við helstu áhrifavalda í heiminum. Draga mætti hagnýtar ályktanir af hraðri vegferð Íslands frá örbirgð til auðlegðar og síðar aðstoð við efnahagsþróun fátækari ríkja. Í ræðu sem Geir H. Haarde flutti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september síðastliðnum í fjarveru Davíðs Oddssonar kemur áhersla á framboð Íslands sem smáþjóðar enn betur fram. Þar sagði Geir að á sama hátt og skipan Öryggisráðsins tæki mið af markmiðinu um sem jafnasta dreifingu aðildarríkja eftir hnattstöðu væri einnig mikilvægt að sjónarmið smærri ríkja og þau mál sem þau varðaði sérstaklega væru til umfjöllunar í ráðinu. Jón Hákon Magnússon, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, segir að fyrsta verk Íslands í Öryggisráðinu, ef framboðið ber árangur, eigi að vera að festa sig í sessi sem málsvari hinna smærri ríkja. "Þau ríki eru alla jafna miklu friðsamari en þau stærri og ef smáu ríkin standa saman geta þau komið mjög miklu til leiðar. Við munum ekki áorka miklu ein og sér í Öryggisráðinu og þess vegna eigum við að byrja á því að festa okkur í sessi þar og marka okkur stöðu með því að tala máli smærri ríkja." Í áðurnefndri ræðu Halldórs Ásgrímssonar nefndi hann þrjú atriði sem sérstök áhersla yrði lögð á í kynningu á framboði Íslands; í fyrsta lagi framlag Íslands til friðar og stöðugleika í heiminum, í öðru lagi að Ísland myndi stuðla að umbótum á Öryggisráðinu og í þriðja lagi afvopnunarmál með sérstakri áherslu á vinnu gegn útbreiðslu gereyðingarvopna. Friður og öryggi Hvað fyrsta atriðið í þessari upptalningu varðar leiðir það beinlínis af hlutverki Öryggisráðsins en samkvæmt 24. gr. Sáttmála Sameinuðu þjóðanna fela aðildarríki SÞ ráðinu það hlutverk að gæta heimsfriðar og öryggis. Sú spurning kann að vakna hvort staða Íslands kunni að veikjast að þessu leyti vegna stuðnings ríkisstjórnarinnar við hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, sem strangt til tekið fengu ekki blessun Öryggisráðsins. Kunnugir segja þó að í sjálfri kosningabaráttunni velti stuðningur ríkja ekki á slíkum atriðum. "Íslendingar hafa alltaf verið í fararbroddi þeirra þjóða sem aðhyllast frið og öryggi. Þó að við höfum tekið þá afstöðu að vera í Atlantshafsbandalaginu hefur okkar áhersla alltaf verið sú að það eigi að leysa deilumál með friðsamlegum hætti. Við erum mjög trúverðugur kandídat í Öryggisráðið að þessu leyti," sagði Pétur Leifsson þjóðréttarfræðingur í samtali við Fréttablaðið. Aðrir sem rætt var við telja að afstaða Íslands í Íraksmálinu kunni að vinna gegn framboðinu, sérstaklega þar sem hvorugt ríkið sem einnig sækist eftir hinu lausa sæti, Tyrkland og Austurríki, tilheyrði fylkingu hinna fúsu. Afvopnunarmál hafa verið mjög í brennidepli á síðustu misserum og því kemur ekki á óvart að lögð skuli sérstök áhersla á þau. Ekki er ósennilegt að afvopnunarmálin komi í ríkari mæli til kasta Öryggisráðsins á næstu árum eftir því sem fleiri ríki koma sér upp kjarnorkuvopnum. Nú þegar hefur ráðið samþykkt ályktanir sem beinast gegn kjarnorkuáætlun Íraka og einnig beinast sjónir manna að Norður-Kóreu. Umbætur á Öryggisráðinu Hvað varðar umbætur á Öryggisráðinu hefur Ísland nú þegar markað sér nokkuð skýra stefnu. Á síðustu árum hefur gætt vaxandi óþreyju með núverandi skipan þar sem fimm aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sigurvegarar síðari heimsstyrjaldar, fara með neitunarvald í ráðinu, þó svo að valdahlutföll á alþjóðavettvangi hafi gjörbreyst frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Ríki sem greiða verulegan kostnað af starfi Sameinuðu þjóðanna, til að mynda Þýskaland og Japan, hafa krafist þess að fá fastafulltrúa í ráðinu, sem og fjölmennari ríki heims á borð við Indland. Í áðurnefndri ræðu Geirs H. Haarde á Allsherjarþinginu í september síðastliðnum sagði hann að niðurstaða yrði að fást í umræðum sem staðið hafa yfir í mörg ár um að fjölga fulltrúum í Öryggisráðinu. Sagði Geir að nýta yrði tækifærið við þá fjölgun og gera þær breytingar á ráðinu að það endurspeglaði betur þann mikla fjölda ríkja sem aðild á að Sameinuðu þjóðunum, auk þess að gera ráðið skilvirkara. Við þetta tækifæri nefndi Geir sérstaklega Þýskaland, Indland, Japan og Brasilíu en bætti við að jafnframt væri mikilvægt að Afríkuríki ættu fastafulltrúa í ráðinu. Þessi yfirlýsing markar þá stefnu sem Ísland hefur tekið í hinu umdeilda máli sem lýtur að umbætum á Öryggisráðinu. Mikilvæg jaðaráhrif Útilokað er að spá fyrir um hvernig atkvæði muni falla í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðari hluta árs 2008 þegar þau fimm aðildarríki sem sitja munu í Öryggisráðinu frá 1. janúar 2009 til 31. desember 2010 verða kjörin. Ísland hefur á síðustu mánuðum tekið upp stjórnmálasamband við fjölmörg þeirra eitt hundrað af 191 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem ekki voru í stjórnmálasambandi við Ísland áður. Þetta er einn liðurinn í því að koma áherslum Íslands á framfæri í þeirri von að viðkomandi ríki greiði Íslandi atkvæði sitt. Nokkrar þjóðir hafa þegar lofað stuðningi en fara verður varlega í það að telja þau atkvæði komin í hús. Fyrsta verkefnið er vitaskuld að ná kjöri en þá tekur við verkefni sem ekki er síður umfangsmikið og vandasamt, en það er aðuppfylla þær skyldur og axla þá ábyrgð sem því fylgir að sitja í Öryggisráðinu. Pétur Leifsson þjóðréttarfræðingur segir að hlutverk Öryggisráðsins sé í seinni tíð orðið afar margþætt og nauðsynlegt fyrir aðildarríki þess að setja sig vel inn í alla þá málaflokka sem undir ráðið heyra. "Burtséð frá þeim áherslum sem við ætlum að beita okkur fyrir, verðum við að standa klár á því að geta sinnt þeim skyldum sem við tökum okkur á herðar með setu í ráðinu," segir Pétur, sem leggur stund á doktorsnám í þjóðarétti í Rotterdam og hefur sérhæft sig í alþjóðlegum öryggismálum. Pétur segir að ef Ísland nær kjöri í Öryggisráðið muni það styrkja mjög öryggishagsmuni landsins. En aðild fylgir margvíslegur ávinningur annar. "Við megum ekki leiða hjá okkur þau jákvæðu áhrif sem seta okkar myndi hafa á okkar eigin hag. Við megum ekki gleyma jaðaráhrifunum í tengslum við aðrar alþjóðastofnanir. Að hafa sæti í ráðinu gefur okkur sérstakan aðgang á alþjóðavettvangi. Ég tel að ef rétt er haldið á málum geti þetta gefið okkur mun sterkari stöðu en áður til að koma málum á framfæri," segir Pétur og nefnir sérstaklega önnur brýn hagsmunamál Íslendinga, einkum í hafréttarmálum. Fjögur ár til stefnu Framboð Íslands var ákveðið með góðum fyrirvara. Fastlega má reikna með því að aukinn þungi færist í framboðsvinnunna eftir því sem nær líður. Búast má við einhverjum tilfærslum í utanríkisþjónustunni og jafnvel fjölgun starfsmanna sem vinna að framboðinu. Ljóst er að kostnaður vegna framboðsins verður verulegur og þykir kannski ýmsum ársseta í Öryggisráðinu dýru verði keypt, að ekki sé minnst á að alls óvíst er hvort markmiðið með framboðinu náist. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort framboðið sé ekki verðugt markmið í sjálfu sér og muni skila Íslendingum ávinningi til lengri tíma litið í formi öflugri utanríkisþjónustu. Íslendingar eiga mikilla hagsmuna að gæta á ákveðnum sviðum alþjóðamála. Eins og að framan greinir telja sérfræðingar að jaðaráhrifin af setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrðu afar jákvæð og vera Íslands þar myndi styrkja hagsmunagæslu landsins á öllum sviðum alþjóðamála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira