Innlent

Ráðherra getur ekki setið hjá

Foreldrasamtök undirbúa nú umfangsmiklar aðgerðir vegna kennaraverkfallsins. Heimili og skóli eru að undirbúa auglýsingaherferð í blöðum og útvarpi þar sem foreldrar eru hvattir til að grípa til aðgerða. María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla, segir menntamálaráðherra ekki getað setið hjá lengur. María segir að áskoranir muni heyrast í útvarpi og opið bréf til menntamálaráðherra muni birtast í prentmiðlum. Hún segir stöðuna skelfilega og því segi foreldrar stopp. Þessi röskun á náminu hafi þegar haft skelfileg áhrif á námsframvindu og líðan margra nemenda. „Deilendur verða að gera sér grein fyrir því að þessi neikvæðu áhrif verði ekki mæld í krónum og aurum. Hver ætlar að taka ábyrgð á því?“ spyr María Kristín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×