Aveda-vörur fyrir bæði kynin 14. október 2004 00:01 "Það sérstæða við vörurnar okkar er að þær eru lífrænar og innihalda lítil sem engin rotvarnarefni. Engin kemísk efni eru í vörunum og því eru þær mjög hollar og afskaplega heilbrigðar," segir Elma Dögg Gonzales, verslunarstjóri Aveda-verslunarinnar í Kringlunni. Aveda-verslunin í Kringlunni hefur verið stafrækt hér á landi í um átta ár. Aveda selur eingöngu Aveda-vörur sem koma beint frá Minneapolis í Bandaríkjunum. Er þetta eina verslunin á Norðurlöndunum en það stendur til bóta þar sem Aveda-fyrirtækið er alltaf að stækka og færa út kvíarnar. Sami grunnur er í vörunum þó að stundum detti ein út og önnur komi í staðinn. Mesta endurnýjunin er í förðunarvörunum þar sem litir og stefnur breytast í takt við tískuna. "Það er mikil vinna á bak við hverja vörutegund og því er vöruverðið frekar lágt. Við seljum vörur fyrir bæði kynin og eru þetta algjörar hágæðavörur enda höfum við fengið mjög góðar viðtökur á Íslandi," segir Elma Dögg en umbúðirnar utan um vörurnar eru einnig lífrænar. Kosturinn við Aveda-vörurnar er einnig sá að þær eru mjög drjúgar og hægt er að eiga til dæmis sama sjampóið í marga mánuði. "Þessar vörur eru ekki seldar hvar sem er enda eru þær gerðar úr jurtum og blómum. Þær eru mjög hollar og sem dæmi má taka að hægt er að borða varalitinn okkar án þess að hljóta skaða af," segir Elma Dögg að lokum.Replenishing Body Moisturizer. Þetta er húðkrem sem er gert úr efni í kókoshnetu þannig að það bindur rakann í húðinni mjög vel.Mynd/E.Ól.Hand Relief handáburður. Inniheldur mikið af vítamínum sem er gott fyrir allar húðtegundir.Mynd/E.Ól.Hydrating Lotion. Mjög létt krem sem gefur mikinn raka og inniheldur mikið af vítamínum.Mynd/E.Ól.Intensive Hydrating Masque. Mjög góður rakamaski sem er tilvalinn fyrir veturinn þegar húðin þurrkast upp.Mynd/E.Ól.Shampure sjampó. Afskaplega vinsælt fjölskyldusjampó. Það er gert úr morgunhnetu og inniheldur mikið prótein. Fjölskyldan getur keypt sér stóran brúsa og pumpu og notað saman óháð aldri.Mynd/E.Ól.Pure Abundance sjampó og næring. Glænýjar vörur. Sjampóið og næringin þykkir hárið og gefur því fyllingu. Það fer utan á hárið þannig að það virkar þykkara.Mynd/E.Ól.Aveda Comforting Tea. Þetta er slökunarte sem unnið er úr lakkrísrót og mintu ásamt 74 öðrum jurtum. Það er búið að vera til lengi og er rosalega vinsælt og hægt er að drekka það bæði heitt og kalt. Sætur keimur er af teinu sem kemur eingöngu frá jurtunum og því þarf alls ekki að nota sykur.Mynd/E.Ól. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Það sérstæða við vörurnar okkar er að þær eru lífrænar og innihalda lítil sem engin rotvarnarefni. Engin kemísk efni eru í vörunum og því eru þær mjög hollar og afskaplega heilbrigðar," segir Elma Dögg Gonzales, verslunarstjóri Aveda-verslunarinnar í Kringlunni. Aveda-verslunin í Kringlunni hefur verið stafrækt hér á landi í um átta ár. Aveda selur eingöngu Aveda-vörur sem koma beint frá Minneapolis í Bandaríkjunum. Er þetta eina verslunin á Norðurlöndunum en það stendur til bóta þar sem Aveda-fyrirtækið er alltaf að stækka og færa út kvíarnar. Sami grunnur er í vörunum þó að stundum detti ein út og önnur komi í staðinn. Mesta endurnýjunin er í förðunarvörunum þar sem litir og stefnur breytast í takt við tískuna. "Það er mikil vinna á bak við hverja vörutegund og því er vöruverðið frekar lágt. Við seljum vörur fyrir bæði kynin og eru þetta algjörar hágæðavörur enda höfum við fengið mjög góðar viðtökur á Íslandi," segir Elma Dögg en umbúðirnar utan um vörurnar eru einnig lífrænar. Kosturinn við Aveda-vörurnar er einnig sá að þær eru mjög drjúgar og hægt er að eiga til dæmis sama sjampóið í marga mánuði. "Þessar vörur eru ekki seldar hvar sem er enda eru þær gerðar úr jurtum og blómum. Þær eru mjög hollar og sem dæmi má taka að hægt er að borða varalitinn okkar án þess að hljóta skaða af," segir Elma Dögg að lokum.Replenishing Body Moisturizer. Þetta er húðkrem sem er gert úr efni í kókoshnetu þannig að það bindur rakann í húðinni mjög vel.Mynd/E.Ól.Hand Relief handáburður. Inniheldur mikið af vítamínum sem er gott fyrir allar húðtegundir.Mynd/E.Ól.Hydrating Lotion. Mjög létt krem sem gefur mikinn raka og inniheldur mikið af vítamínum.Mynd/E.Ól.Intensive Hydrating Masque. Mjög góður rakamaski sem er tilvalinn fyrir veturinn þegar húðin þurrkast upp.Mynd/E.Ól.Shampure sjampó. Afskaplega vinsælt fjölskyldusjampó. Það er gert úr morgunhnetu og inniheldur mikið prótein. Fjölskyldan getur keypt sér stóran brúsa og pumpu og notað saman óháð aldri.Mynd/E.Ól.Pure Abundance sjampó og næring. Glænýjar vörur. Sjampóið og næringin þykkir hárið og gefur því fyllingu. Það fer utan á hárið þannig að það virkar þykkara.Mynd/E.Ól.Aveda Comforting Tea. Þetta er slökunarte sem unnið er úr lakkrísrót og mintu ásamt 74 öðrum jurtum. Það er búið að vera til lengi og er rosalega vinsælt og hægt er að drekka það bæði heitt og kalt. Sætur keimur er af teinu sem kemur eingöngu frá jurtunum og því þarf alls ekki að nota sykur.Mynd/E.Ól.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira