Fyrsta flokks skófíkill 14. október 2004 00:01 Aðspurð um hvaða skór séu í algjöru uppáhaldi er úr vöndu að velja hjá Guðnýju Aradóttur, einkaþjálfara í World Class og líkamsræktargúrú með meiru, því hún á um eða yfir tvö hundruð pör. "Ég er ofsalega veik fyrir skóm og það er það fyrsta sem ég tek eftir alls staðar. Þegar ég hitti fólk þá eru skórnir það fyrsta sem ég horfi á. Ég dæmi fólk þó ekki fyrir skóna en mér finnst ekki skemmtilegt að sjá illa hirta skó. Þegar ég kem inn í skóbúð skanna ég hana mjög snöggt og get séð strax hvort þar sé að finna eitthvað smekklegt, flott og fyrir mig eða ekki. Ég er með mjög góðan skóradar þannig að ég finn alltaf eitthvað sem mér líkar og eyði ekki tíma í að fara á milli búða í leit að skóm. Skórnir tala yfirleitt til mín." Guðný hefur alltaf verið veik fyrir skóm og kemur það henni aðeins úr jafnvægi þegar hún fær ekki þá skó sem hún vill. "Mín mestu vonbrigði eru þegar ég finn flotta skó en þeir eru ekki til eða ókomnir eða ekki í minni stærð. Þá bara dreymir mig þá," segir Guðný, sem hefur alltaf verið veik fyrir skóm. "Ég hef ekki látið frá mér skó síðan um 1980. Þá fór ég með ansi mörg pör í skósöfnun og ég sé ennþá eftir sumum skónum sem ég losaði mig við. Ég hendi aldrei skóm enda er rétt hægt að ímynda sér að skórnir mínir eyðast ekki það mikið því ég á svo mörg pör. Ég hef samt gengið í öllum mínum skó en ég hef það sem reglu að ganga aldrei í þeim nema í mesta lagi þrjá daga í einu. Ég bursta og hirði skóna mína vel og þá á ég þá líka í minnst tíu ár." Nú þykir sumum plássfrekt að eiga tólf pör, hvað þá tvö hundruð. Guðný leysir plássvandann vel og hefur skipulag á öllum sínum skóm. "Ég tek mynd af hverju skópari fyrir sig, lími myndina á skókassa og geymi alla skóna í kössum. Ég bý í risíbúð þannig að ég get staflað kössunum undir súð. Auðvitað er þetta samt plássfrekt og það fer saman að hafa gaman af skóm og fötum. Ég er líka smá fatafrík í mér en ég nota skó aðallega sem fylgihluti. Ég þarf ekki endilega að vera í skóm sem eru í stíl við fötin mín heldur geta þeir alveg verið á skjön við þau," segir Guðný. Svo er það stóra spurningin - ætli Guðný geti nokkuð nefnt einhverja uppáhaldsskó? "Það er fullt af skóm í uppáhaldi hjá mér en núna eru það helst þessir nýju sem ég eignaðist í síðasta mánuði. Það eru bleik stígvél sem ég keypti í nýju skóbúðinni í Kringlunni. Síðan á ég rosalega fallega rósótta skó sem ég keypti í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir eru rósóttir og með mjög litlum hæl. Þeir fengust bara í þrem borgum í Bandaríkjunum og eru ofboðslega fallegir. Þegar ég fer á þeim á mannamót vek ég verðskuldaða athygli," segir Guðný, sem heldur ótrauð áfram að stækka safnið dag frá degi. Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Aðspurð um hvaða skór séu í algjöru uppáhaldi er úr vöndu að velja hjá Guðnýju Aradóttur, einkaþjálfara í World Class og líkamsræktargúrú með meiru, því hún á um eða yfir tvö hundruð pör. "Ég er ofsalega veik fyrir skóm og það er það fyrsta sem ég tek eftir alls staðar. Þegar ég hitti fólk þá eru skórnir það fyrsta sem ég horfi á. Ég dæmi fólk þó ekki fyrir skóna en mér finnst ekki skemmtilegt að sjá illa hirta skó. Þegar ég kem inn í skóbúð skanna ég hana mjög snöggt og get séð strax hvort þar sé að finna eitthvað smekklegt, flott og fyrir mig eða ekki. Ég er með mjög góðan skóradar þannig að ég finn alltaf eitthvað sem mér líkar og eyði ekki tíma í að fara á milli búða í leit að skóm. Skórnir tala yfirleitt til mín." Guðný hefur alltaf verið veik fyrir skóm og kemur það henni aðeins úr jafnvægi þegar hún fær ekki þá skó sem hún vill. "Mín mestu vonbrigði eru þegar ég finn flotta skó en þeir eru ekki til eða ókomnir eða ekki í minni stærð. Þá bara dreymir mig þá," segir Guðný, sem hefur alltaf verið veik fyrir skóm. "Ég hef ekki látið frá mér skó síðan um 1980. Þá fór ég með ansi mörg pör í skósöfnun og ég sé ennþá eftir sumum skónum sem ég losaði mig við. Ég hendi aldrei skóm enda er rétt hægt að ímynda sér að skórnir mínir eyðast ekki það mikið því ég á svo mörg pör. Ég hef samt gengið í öllum mínum skó en ég hef það sem reglu að ganga aldrei í þeim nema í mesta lagi þrjá daga í einu. Ég bursta og hirði skóna mína vel og þá á ég þá líka í minnst tíu ár." Nú þykir sumum plássfrekt að eiga tólf pör, hvað þá tvö hundruð. Guðný leysir plássvandann vel og hefur skipulag á öllum sínum skóm. "Ég tek mynd af hverju skópari fyrir sig, lími myndina á skókassa og geymi alla skóna í kössum. Ég bý í risíbúð þannig að ég get staflað kössunum undir súð. Auðvitað er þetta samt plássfrekt og það fer saman að hafa gaman af skóm og fötum. Ég er líka smá fatafrík í mér en ég nota skó aðallega sem fylgihluti. Ég þarf ekki endilega að vera í skóm sem eru í stíl við fötin mín heldur geta þeir alveg verið á skjön við þau," segir Guðný. Svo er það stóra spurningin - ætli Guðný geti nokkuð nefnt einhverja uppáhaldsskó? "Það er fullt af skóm í uppáhaldi hjá mér en núna eru það helst þessir nýju sem ég eignaðist í síðasta mánuði. Það eru bleik stígvél sem ég keypti í nýju skóbúðinni í Kringlunni. Síðan á ég rosalega fallega rósótta skó sem ég keypti í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir eru rósóttir og með mjög litlum hæl. Þeir fengust bara í þrem borgum í Bandaríkjunum og eru ofboðslega fallegir. Þegar ég fer á þeim á mannamót vek ég verðskuldaða athygli," segir Guðný, sem heldur ótrauð áfram að stækka safnið dag frá degi.
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira