Barnabætur breytast ekki 13. október 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að barnabætur hækki ekki á næsta ári. "Barnabæturnar munu ekki hækka á árinu 2005, heldur á árunum 2006 til 2007." Halldór segir að tekjuskatturinn lækki um 1 prósent á næsta ári og þar verði látið staðar numið í skattalækkunum í bili. Eftir sé að ákveða dagsetningar á þriggja prósentustiga lækkun tekjuskatts til viðbótar og sömuleiðis hækkun barnabóta. Halldór vildi ekki slá því föstu að barnabæturnar hækkuðu strax 2006, eftir væri að útfæra það. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, lýsti undrun sinni á ummælum forsætisráðherra enda hefði mátt skilja annað á honum í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Fyrirspyrjandinn, Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. "Mér finnst ótrúlegt að heyra að forsætisráðherra skuli með afdráttarlausum hætti segja að barnabætur skuli ekki hækkaðar strax. Síðast í gær varðist hann gagnrýni Alþýðusambandsins á stefnu ríkisstjórnarinnar með vísan til væntanlegrar hækkunar. Það var með engu móti hægt að skilja Halldór öðruvísi en það yrði á næsta ári. Orð skulu standa og það á við um forsætisráðherra jafnt sem aðra." Aðspurður um hvort ekki hefði mátt skilja hann þannig á Alþingi í gær að barnabætur yrðu hækkaðar strax, segir Halldór Ásgrímsson að gagnrýni hans á málflutning Alþýðusambands Íslands hefði falist í því að benda á að ekki væri hægt að tala um þróun kaupmaáttar til langs tíma án þess að gera ráð fyrir hækkun barnabóta. Gylfi Arnbjörnsson bendir svo á að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu en um 2,5 prósent í forsendum kjarasamninga. "Ef þetta gengur eftir munum við óska eftir endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári enda myndi eins prósents kaupmáttaraukning sem gert var ráð fyrir étast upp með þessu móti." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að barnabætur hækki ekki á næsta ári. "Barnabæturnar munu ekki hækka á árinu 2005, heldur á árunum 2006 til 2007." Halldór segir að tekjuskatturinn lækki um 1 prósent á næsta ári og þar verði látið staðar numið í skattalækkunum í bili. Eftir sé að ákveða dagsetningar á þriggja prósentustiga lækkun tekjuskatts til viðbótar og sömuleiðis hækkun barnabóta. Halldór vildi ekki slá því föstu að barnabæturnar hækkuðu strax 2006, eftir væri að útfæra það. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, lýsti undrun sinni á ummælum forsætisráðherra enda hefði mátt skilja annað á honum í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Fyrirspyrjandinn, Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. "Mér finnst ótrúlegt að heyra að forsætisráðherra skuli með afdráttarlausum hætti segja að barnabætur skuli ekki hækkaðar strax. Síðast í gær varðist hann gagnrýni Alþýðusambandsins á stefnu ríkisstjórnarinnar með vísan til væntanlegrar hækkunar. Það var með engu móti hægt að skilja Halldór öðruvísi en það yrði á næsta ári. Orð skulu standa og það á við um forsætisráðherra jafnt sem aðra." Aðspurður um hvort ekki hefði mátt skilja hann þannig á Alþingi í gær að barnabætur yrðu hækkaðar strax, segir Halldór Ásgrímsson að gagnrýni hans á málflutning Alþýðusambands Íslands hefði falist í því að benda á að ekki væri hægt að tala um þróun kaupmaáttar til langs tíma án þess að gera ráð fyrir hækkun barnabóta. Gylfi Arnbjörnsson bendir svo á að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu en um 2,5 prósent í forsendum kjarasamninga. "Ef þetta gengur eftir munum við óska eftir endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári enda myndi eins prósents kaupmáttaraukning sem gert var ráð fyrir étast upp með þessu móti."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira