Innlent
Loks endurskoðun á menntasamningi
Menntamálaráðuneytið hefur boðað viðræður við stjórn Fjölmenntar um endurskoðun þjónustusamnings Fjölmenntar og Geðhjálpar seinni hluta þessa mánaðar. "Við verðum að trúa því, að þetta boði eitthvað gott," sagði Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Menntamál geðsjúkra hafa verið í mikilli óvissu allt frá því í fyrravor, þar sem ekkert lá fyrir um fjárframlög til að reka haustönn. Búið var að segja öllum starfsmönnum upp stjórnvöld létu 6 milljónir til málaflokksins. Það þýddi að hægt var að veita um 60% af þeirri menntun sem geðsjúkir höfðu sótt um. Að sögn Helga Jósepssonar verkefnisstjóra kom samdrátturinn verst niður á þeim sem eiga við lestrar- og skriftarörðugleika að etja. Þá þurfti að sleppa viðbótarkennslu fyrir þá einstaklinga sem voru í fjarnámi, svo og endurmenntun fyrir fólk sem hafði búið sig undir að fara út á vinnumarkaðinn, svo sem við störf í mötuneyti. Sveinn sagði, að kostnaðaráætlun sem Geðhjálp hefðu lagt fyrir Alþingi fyrir rúmu ári hefði verið 22 milljónir króna fyrir skólastarf allan veturinn.