Innlent

Nýr skóli í verkfalli kennara

Einkaskóli með á annan tug grunnskólabarna úr þriðja til sjöunda bekk hefur verið starfræktur frá fyrsta degi verkfalls kennara. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er skólastjóri og kennir með aðstoð kennaranema og foreldra barnanna. Nemendurnir eru börn hans, vinir barnanna og vinir vina þeirra. "Ég hef lagt áherslu á stærðfærði. Svo hef ég kennt íslensku með áherslu á ritun, málfræði og ljóð," segir Haraldur. Hann dragi þá þætti fram sem honum finnist útundan í íslensku skólakerfi. Haraldur telur stofnun skólans ekki verkfallsbrot. Hann telur þó áhugaverða stöðu bæru kennarar fram kvörtun sína því þá gæfist tækifæri á að ræða við þá um gang menntunar í landinu. Skólabörn læri ekki það sem menntamálaráðuneytið gefi út að þau eigi að læra í skólum landsins. "Mér sýnist að ábyrgðarleysi sé vandamálið," segir Haraldur og bætir við: "Við horfumst til dæmis í augu við það að 70 til 80 prósent þeirra sem útskrifast úr grunnskólunum kunna ansi lítið í stærðfræði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×