Kennarar: Peningar í pakkann 11. október 2004 00:01 Peningar í pakkann "Það vantar einfaldlega meiri peninga í pakkann," segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, á vef Kennarasambandsins. Það sé helsta ástæða þess að fundi hafi verið frestað á sunnudag án þess að annar fundur hafi verið tímasettur. Ríkissáttasemjari hafi samband við deilendur á miðvikudag til að skoða grundvöll viðræðna: "Þótt ýmislegt hafi áunnist undanfarna daga er það engan veginn nóg," segir Finnbogi. Hann vonar að launanefnd sveitarfélaganna átti sig á því að aukið fé sé lykill samninga. Gáfu milljón Sjúkraliðar gáfu eina milljón króna í Vinnudeilusjóð kennara á baráttufundi hinna síðarnefndu í Háskólabíói í gær. Í stuðningsyfirlýsingu sjúkraliða segir: "Orð ylja en fé framfærir." Sjúkraliðar sögðu kennara eiga í höggi við "óbilgjarna, ráðalausa viðsemjendur". Ósáttir við ummæli Rætt var um álit fjögurra menntskælinga á háskólanámi kennara sem birtist í Fréttablaðinu í Verkfallsmiðstöð kennara í gær. Að sögn kennara í Verkfallsmiðstöðinni þótti mörgum sárt að heyra að þeir teldu nám í Kennaraháskólanum auðveldara en annað háskólanám og lág laun því réttlætanleg. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, gaf aðspurður lítið fyrir orð þeirra: "Þeim finnst væntanlega töff að láta svona". Styðja kennara Flugumferðarstjórar styðja grunnskólakennara og krefjast þess að sveitarfélögin gangi til samninga við þá þegar í stað. "Afar brýnt er að þjóðarsátt ríki um grunnskólann og hið mikilvæga starf kennara. Helsta forsenda slíks er að grunnskólakennarar búi við mannsæmandi kjör," segir í yfirlýsingu flugumferðastjóra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Peningar í pakkann "Það vantar einfaldlega meiri peninga í pakkann," segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, á vef Kennarasambandsins. Það sé helsta ástæða þess að fundi hafi verið frestað á sunnudag án þess að annar fundur hafi verið tímasettur. Ríkissáttasemjari hafi samband við deilendur á miðvikudag til að skoða grundvöll viðræðna: "Þótt ýmislegt hafi áunnist undanfarna daga er það engan veginn nóg," segir Finnbogi. Hann vonar að launanefnd sveitarfélaganna átti sig á því að aukið fé sé lykill samninga. Gáfu milljón Sjúkraliðar gáfu eina milljón króna í Vinnudeilusjóð kennara á baráttufundi hinna síðarnefndu í Háskólabíói í gær. Í stuðningsyfirlýsingu sjúkraliða segir: "Orð ylja en fé framfærir." Sjúkraliðar sögðu kennara eiga í höggi við "óbilgjarna, ráðalausa viðsemjendur". Ósáttir við ummæli Rætt var um álit fjögurra menntskælinga á háskólanámi kennara sem birtist í Fréttablaðinu í Verkfallsmiðstöð kennara í gær. Að sögn kennara í Verkfallsmiðstöðinni þótti mörgum sárt að heyra að þeir teldu nám í Kennaraháskólanum auðveldara en annað háskólanám og lág laun því réttlætanleg. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, gaf aðspurður lítið fyrir orð þeirra: "Þeim finnst væntanlega töff að láta svona". Styðja kennara Flugumferðarstjórar styðja grunnskólakennara og krefjast þess að sveitarfélögin gangi til samninga við þá þegar í stað. "Afar brýnt er að þjóðarsátt ríki um grunnskólann og hið mikilvæga starf kennara. Helsta forsenda slíks er að grunnskólakennarar búi við mannsæmandi kjör," segir í yfirlýsingu flugumferðastjóra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira