Eftirlitið tali skýrt 11. október 2004 00:01 Sífellt bætast fleiri í hóp þeirra sem telja innlendan hlutabréfamarkað of hátt verðlagðan. Greiningardeildir bankanna birtu í síðustu viku aflkomuspár sínar. Niðurstaða þeirra er að árið 2004 verður metár í hagnaði skráðra fyrirækja. Þessi mikli hagnaður er ánægjulegur, en segir ekki alla söguna. Mikill hluti þessara hækkana er gengishagnaður vegna hræringa í viðskiptalífinu. Hræringa sem hugsanlega munu skila hagræðingu og útrás. Margt bendir hins vegar til þess að ýtrasta hagræðing og góður árangur í útrás fyrirtækja hafi þegar birst í núverandi hlutabréfaverði. Við slíkar kringumstæður er ástæða til þess að benda almennum fjárfestum á að áhætta af kaupum í hlutbréfum eykst jafnan í kjölfar hækkana sem eru langt umfram raunverulega verðmætasköpun fyrirtækjanna. Greiningardeildir bankanna hafa bent á þessa áhættu, en jafnframt játað þann almenna vanmátt manna að geta litlu spáð um framtíðina. Margt bendir til þess að bjartsýni muni ríkja á markaði enn um sinn. Skjótt skipast veður í lofti og oft kemur grátur eftir skellihlátur. Fjármálafyrirtæki hafa leitt hækkanirnar á Íslandi. Hagnaður þeirra í ár slær öll met, en um leið er sýnt að hann verður að stórum hluta til sprottinn af einstökum viðskiptum og gengishagnaði. Erfitt verður fyrir þessi fyrirtæki að viðhalda slíkum hagnaði. Þessar sömu fjármálastofnanir hafa einnig lánað stórum aðilum til kaupa með veði í hlutabréfum. Keðjuverkun í hækkunum hlutabréfa gætu því við áföll breyst í keðjuverkandi lækkanir. Slíkt kynni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfið. Reyndur bankamaður sagði eitt sinn að til væru tvær tegundir bankamanna. Þeir sem hefðu lent í fjármálakreppu og hinir sem ættu eftir að gera það. Í Peningamálum Seðlabankans kemur fram að áhætta fjármálakerfisins hefur aukist, en jafnframt að viðnámsþrótturinn sé meiri. Engin veisla stendur að eilífu og mikilvægt að fjármálastofnanir nýti komandi hagvöxt til að treysta undirstöður sínar. Bjartsýni á markaði leiðir til óvarkárni og að í hita leiksins fari ráðandi hluthafar félaga fram úr sér á kostnað hinna smærri. Við slíkar kringumstæður ríður á að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið sendi skilaboð til markaðarins um hvað sé góð og eðlileg hegðun á markaði. Í ársfjórðungsriti greiningardeildar KB banka er sjónum beint að hlutverki eftirlits á mörkuðum. Þar er að finna þarfar ábendingar. Talsverð umræða hefur verið um þörf á löggjöf um viðskiptalífið. Minna hefur farið fyrir umræðu um hvernig þeirri löggjöf sem þegar er fyrir hendi er beitt. Leiða má gild rök fyrir því að löggjöfin sé að flestu leyti ágæt, en eftirfylgni mætti vera meiri. Greiningadeild KB banka gerir þetta að umtalsefni sínu og bendir á mikilvægi þess að Fjármálaeftirlitið verði eflt. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur nokkrum sinnum tjáð sig um þá túlkun sína á löggjöf um stofnunina að henni sé þröngur stakkur skorinn í að tjá sig um einstök mál. Viðskiptaráðherra á að beita sér fyrir að efla Fjármálaeftirlitið og auka heimildir þess til að tjá sig um atvik á markaði. Það er líklegra til árangurs, en að setja nýtt regluverk sem bælir viðskiptalífið í stað þess að veita því heilbrigt aðhald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Sífellt bætast fleiri í hóp þeirra sem telja innlendan hlutabréfamarkað of hátt verðlagðan. Greiningardeildir bankanna birtu í síðustu viku aflkomuspár sínar. Niðurstaða þeirra er að árið 2004 verður metár í hagnaði skráðra fyrirækja. Þessi mikli hagnaður er ánægjulegur, en segir ekki alla söguna. Mikill hluti þessara hækkana er gengishagnaður vegna hræringa í viðskiptalífinu. Hræringa sem hugsanlega munu skila hagræðingu og útrás. Margt bendir hins vegar til þess að ýtrasta hagræðing og góður árangur í útrás fyrirtækja hafi þegar birst í núverandi hlutabréfaverði. Við slíkar kringumstæður er ástæða til þess að benda almennum fjárfestum á að áhætta af kaupum í hlutbréfum eykst jafnan í kjölfar hækkana sem eru langt umfram raunverulega verðmætasköpun fyrirtækjanna. Greiningardeildir bankanna hafa bent á þessa áhættu, en jafnframt játað þann almenna vanmátt manna að geta litlu spáð um framtíðina. Margt bendir til þess að bjartsýni muni ríkja á markaði enn um sinn. Skjótt skipast veður í lofti og oft kemur grátur eftir skellihlátur. Fjármálafyrirtæki hafa leitt hækkanirnar á Íslandi. Hagnaður þeirra í ár slær öll met, en um leið er sýnt að hann verður að stórum hluta til sprottinn af einstökum viðskiptum og gengishagnaði. Erfitt verður fyrir þessi fyrirtæki að viðhalda slíkum hagnaði. Þessar sömu fjármálastofnanir hafa einnig lánað stórum aðilum til kaupa með veði í hlutabréfum. Keðjuverkun í hækkunum hlutabréfa gætu því við áföll breyst í keðjuverkandi lækkanir. Slíkt kynni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfið. Reyndur bankamaður sagði eitt sinn að til væru tvær tegundir bankamanna. Þeir sem hefðu lent í fjármálakreppu og hinir sem ættu eftir að gera það. Í Peningamálum Seðlabankans kemur fram að áhætta fjármálakerfisins hefur aukist, en jafnframt að viðnámsþrótturinn sé meiri. Engin veisla stendur að eilífu og mikilvægt að fjármálastofnanir nýti komandi hagvöxt til að treysta undirstöður sínar. Bjartsýni á markaði leiðir til óvarkárni og að í hita leiksins fari ráðandi hluthafar félaga fram úr sér á kostnað hinna smærri. Við slíkar kringumstæður ríður á að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið sendi skilaboð til markaðarins um hvað sé góð og eðlileg hegðun á markaði. Í ársfjórðungsriti greiningardeildar KB banka er sjónum beint að hlutverki eftirlits á mörkuðum. Þar er að finna þarfar ábendingar. Talsverð umræða hefur verið um þörf á löggjöf um viðskiptalífið. Minna hefur farið fyrir umræðu um hvernig þeirri löggjöf sem þegar er fyrir hendi er beitt. Leiða má gild rök fyrir því að löggjöfin sé að flestu leyti ágæt, en eftirfylgni mætti vera meiri. Greiningadeild KB banka gerir þetta að umtalsefni sínu og bendir á mikilvægi þess að Fjármálaeftirlitið verði eflt. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur nokkrum sinnum tjáð sig um þá túlkun sína á löggjöf um stofnunina að henni sé þröngur stakkur skorinn í að tjá sig um einstök mál. Viðskiptaráðherra á að beita sér fyrir að efla Fjármálaeftirlitið og auka heimildir þess til að tjá sig um atvik á markaði. Það er líklegra til árangurs, en að setja nýtt regluverk sem bælir viðskiptalífið í stað þess að veita því heilbrigt aðhald.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun