Innlent

Undanþágur skapa hættu á mismunun

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist ekki vilja tjá sig um ályktun fulltrúafundar landssamtakanna Þroskahjálpar þar sem skorað er á kenanra að veita fleiri undanþágur svo hægt sé að veita öllum fötluðum börnum kennslu og þjálfun. Í ályktuninni segir að Kennarasambandið mismuni börnum eftir því hvort þau eru í sérskólum eða almenna skólakerfinu. "Ég vil ekki tjá mig um þessa ályktun að öðru leyti en því að þaðað veita undanþágur í verkfalli skapar hættu á mismunun," segir Eiríkur Jónsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×