Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi 8. október 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira