Innlent

Foreldrar og börn á Alþingi

Áhyggjufullir foreldrar söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið fyrir hádegið. Til stóð að mæta á þingpalla með svöng og þreytt börn en enginn þingfundur er í dag. Tölvupóstur og skilaboð hafa undanfarna daga gengið milli manna þar sem segir að efnt verði til stórskemmtilegrar fjölskyldudagskrár í Alþingishúsinu á milli klukkan 11 og 13 í dag meðan á þingfundi stendur. Hins vegar er enginn þingfundur í dag. Bergþóra Valsdóttir hjá Samfok segir það setja svolítið strik í reikninginn en dagskráin fari þá bara meira fram utandyra en innan. En þrátt fyrir að enginn þingfundur sé komu foreldrar og börn saman framan við þinghúsið á Austurvelli og segir Bergþóra að um 50 manns séu þar. Lesið er upp úr bókum og börnin leika sér. Í fundarboðinu eru foreldrar hvattir til að koma með börn sín í Alþingishúsið og að ekki væri vitlaust að yngri börnin væru dálítið þreytt og svöng og þau látin sitja á þingpöllum þar til þau byrja að kvarta og kveina. Berþóra heldur að þetta hafi verið skrifað í gamni og með bros á vör.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×