Innlent

Enga símasölu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna talaði í gær fyrir frumvarpi til laga sem gerir ráð fyrir að hlutur ríkisins í Símanum verði ekki seldur, að minnsta kosti ekki fyrir árslok 2008. Steingrímur sagði í ræðu sinni að vinstri-grænir teldu engin haldbær rök fyrir einkavæðingu Símans. Lagði hann til að fyrirtækinu yrði gert að gera sérstakt átak fyrir árslok 2008 til að bæta fjarskipta- og gagnaflutningakerfi landsins í því skyni að allir landsmenn ættu kost á nýjustu og fullkomnustu tækni. Steingrímur J. benti á að hægri stjórnin í Noregi hefði ákveðið að fara sér hægt í að einkavæða norska Símann, Tele-Nor og ætlaði að selja hlutafé ríkisins í smáum skömmtum. Hér stæði hins vegar til að selja hann í einu lagi. Vitnaði formaður vinstri-grænna til skoðanakönnunar sem flokkurinn lét gera í vor en samkvæmt henni hefðu 61% viljað hafa Símann áfram í opinberri eigu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×