Synjun af guðs náð eða þjóðarinnar 2. október 2004 00:01 Þau orð Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, þess efnis að "synjunarákvæði stjórnarskrárinnar (séu) leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald", hafa valdið miklu uppnámi, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig meðal sagnfræðinga. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segir í grein á póstlistanum Gammabrekku að synjunarvald konungs sé vissulega tengt guði. Öðru máli gegni um synjunarvald þjóðkjörins forseta sem leyst hafi konung af hólmi, þökk sé þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga. "Við höfnuðum guðkjörnum konungi og stofnuðum lýðveldi," segir hann. Árni Daníel segir að með því að tengja vald forseta við guð sé Halldór Blöndal að svíkja grundvöll lýðveldisins: "Hann lýgur því að stjórnarskrá Íslands sé tengd við guð. Þær lygar verða ekki samþykktar af þjóðinni. Þjóðfrelsisbaráttan var ekki til einskis, lygarar fá ekki að sitja í sæti forseta Alþingis. Niður með Halldór Blöndal." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor svarar Árna Daníel á sama vettvangi og segir að Halldór Blöndal hafi "sögulega rétt fyrir sér". Prófessorinn segir að synjunarvaldið hefði verið orðinn dauður bókstafur við lýðveldisstofnun 1944, enda hefðu fræðimenn þá aðeins gert ráð fyrir því að því yrði beitt við mjög óvenjulegar aðstæður svo sem stríðsástandi eða annarri ógn. "Núverandi forseti kaus hins vegar að beita því þegar í hlut átti fyrirtæki, sem var nátengt honum en kosningastjóri hans er forstjóri þess." Segir Hannes að hafi Árni Daníel viljað vera trúr sögulegri hefð Íslendinga hefði hann átt að segja: "Niður með Bessastaðavaldið!" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þau orð Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, þess efnis að "synjunarákvæði stjórnarskrárinnar (séu) leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald", hafa valdið miklu uppnámi, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig meðal sagnfræðinga. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segir í grein á póstlistanum Gammabrekku að synjunarvald konungs sé vissulega tengt guði. Öðru máli gegni um synjunarvald þjóðkjörins forseta sem leyst hafi konung af hólmi, þökk sé þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga. "Við höfnuðum guðkjörnum konungi og stofnuðum lýðveldi," segir hann. Árni Daníel segir að með því að tengja vald forseta við guð sé Halldór Blöndal að svíkja grundvöll lýðveldisins: "Hann lýgur því að stjórnarskrá Íslands sé tengd við guð. Þær lygar verða ekki samþykktar af þjóðinni. Þjóðfrelsisbaráttan var ekki til einskis, lygarar fá ekki að sitja í sæti forseta Alþingis. Niður með Halldór Blöndal." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor svarar Árna Daníel á sama vettvangi og segir að Halldór Blöndal hafi "sögulega rétt fyrir sér". Prófessorinn segir að synjunarvaldið hefði verið orðinn dauður bókstafur við lýðveldisstofnun 1944, enda hefðu fræðimenn þá aðeins gert ráð fyrir því að því yrði beitt við mjög óvenjulegar aðstæður svo sem stríðsástandi eða annarri ógn. "Núverandi forseti kaus hins vegar að beita því þegar í hlut átti fyrirtæki, sem var nátengt honum en kosningastjóri hans er forstjóri þess." Segir Hannes að hafi Árni Daníel viljað vera trúr sögulegri hefð Íslendinga hefði hann átt að segja: "Niður með Bessastaðavaldið!"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira