Kristinn fékk viðvörun 29. september 2004 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn H.Gunnarsson hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í Framsóknarflokknum. Þingflokkur framsóknar ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin úr öllum fastanefndum þingsins. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn. "Kristinn er ekki rekinn úr flokknum. Þetta er viðvörun. Félagar hans í þingflokknum sætta sig ekki við framgöngu hans og telja að hann geti ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann úr öllum fastanefndum þingsins. "Kristinn rekst ekki í flokknum og hefur tapað því sem hann hefur fengið. Hann átti mikil tækifæri innan Framsóknarflokksins, varð formaður þingflokksins og formaður stjórnar Byggðastofnunar, hvort tveggja ráðherraígildi. Þessu hefur hann tapað niður. Þótt hann beri kannski ekki alla ábyrgð á þessu verður hann sjálfur að líta í eigin barm hvernig þetta hefur þróast," segir Guðni. Mikil óánægja er meðal framsóknarmanna víðs vegar um landið um ákvörðun þingflokksins. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður, segir að athæfi þingflokksins sé refsivert. "Ég hef aldrei séð jafn gróft einelti sem á sér stað fyrir framan alþjóð að auki," segir hún. "Kristinn hefur verið í andstöðu við flokksforustuna í að minnsta kosti tveimur málum, en ekki er þar með sagt að hann hafi verið í andstöðu við flokksmenn," segir hún. "Í stað Kristins eru komnir tveir unglingar með ábyrgðarmikil störf í þingnefndum. Börnin eru að taka yfir. Þau hlýða þó," segir Sigrún. "Það er aðeins einn sannleikur í Framsókn," segir Sigrún. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir aðgerðir þingflokksins verulega harkalegar og lóð á vogarskálar þeirra sem gagnrýnt hafa Framsóknarflokkinn fyrir að leyfa ekki fleiri en einni skoðun að heyrast. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn H.Gunnarsson hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í Framsóknarflokknum. Þingflokkur framsóknar ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin úr öllum fastanefndum þingsins. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn. "Kristinn er ekki rekinn úr flokknum. Þetta er viðvörun. Félagar hans í þingflokknum sætta sig ekki við framgöngu hans og telja að hann geti ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann úr öllum fastanefndum þingsins. "Kristinn rekst ekki í flokknum og hefur tapað því sem hann hefur fengið. Hann átti mikil tækifæri innan Framsóknarflokksins, varð formaður þingflokksins og formaður stjórnar Byggðastofnunar, hvort tveggja ráðherraígildi. Þessu hefur hann tapað niður. Þótt hann beri kannski ekki alla ábyrgð á þessu verður hann sjálfur að líta í eigin barm hvernig þetta hefur þróast," segir Guðni. Mikil óánægja er meðal framsóknarmanna víðs vegar um landið um ákvörðun þingflokksins. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður, segir að athæfi þingflokksins sé refsivert. "Ég hef aldrei séð jafn gróft einelti sem á sér stað fyrir framan alþjóð að auki," segir hún. "Kristinn hefur verið í andstöðu við flokksforustuna í að minnsta kosti tveimur málum, en ekki er þar með sagt að hann hafi verið í andstöðu við flokksmenn," segir hún. "Í stað Kristins eru komnir tveir unglingar með ábyrgðarmikil störf í þingnefndum. Börnin eru að taka yfir. Þau hlýða þó," segir Sigrún. "Það er aðeins einn sannleikur í Framsókn," segir Sigrún. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir aðgerðir þingflokksins verulega harkalegar og lóð á vogarskálar þeirra sem gagnrýnt hafa Framsóknarflokkinn fyrir að leyfa ekki fleiri en einni skoðun að heyrast.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira