Hæstiréttur gekk fulllangt 29. september 2004 00:01 Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson stóðu að mati Hæstaréttar öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni, en ráðherra segir dóminn hafa gengið fulllangt í mati sínu. Geir Haarde, settur dómsmálaráðherra, segir reynslu Jóns Steinars af lögmannsstörfum og málflutningi gera hann hæfastan umsækjenda. Að mati Hæstiréttar stóðu þrír umsækjendur Jóni Steinari framar. Spurður hvort skipan í embætti hæstaréttardomara sé ekki geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni, og því óþarfi að fá umsögn frá Hæstarétti segir Geir svo ekki vera. Umsögnin geri það einmitt að verkum að ekki sé hægt að taka geðþóttaákvörðun í þessu. Þar sé í fyrsta lagi fjallað um hvort menn séu hæfir yfirleitt og því ekki hægt að skipa óhæfan mann í embættið. Í öðru lagi er í umsögn Hæstaréttar farið út í hæfnismat þar sem Geir telur að gengið sé fulllangt að þessu sinni. Ráðherra segir að vissulega megi gagnrýna það kerfi sem unnið sé eftir við ráðningu dómara, en til að breyta því þurfi jafnframt að breyta lögum. Hann telur sig hafa frjálsar hendur svo lengi sem ákvörðun hans sé málefnalega rökstudd og svo sé. Ráðherra hefur hvort tveggja fengið í hendur greinargerð frá Jóni Steinari um umsögn Hæstaréttar og yfir 120 félagar Jóns Steinars úr lögmannsstétt skrifuðu undir yfirlýsingu honum til stuðnings. Geir segist ekki hafa gert mikið með það og reyndar ekki litið á þá undirskriftarlista sem honum voru sendir. „Ég tel ekki gott í þessu ferli að menn séu að senda mér eða veitingarvaldinu einhverjar áskoranir af þessu tagi,“ segir ráðherra og bætir við að menn verði að fá að vinna svona verk í friði. Aðspurður segist Geir gera ráð fyrir að einhverjir muni gagnrýna skipanina vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn því þá hverfi hann af síðum dagblaðanna og verði ekki áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekur við embætti hæstaréttardómara þann 15. október, segist taka við embættisveitingunni með auðmýkt í hjarta og vonar að hann nái að uppfylla þær ríku kröfur sem gerðar eru til embættisins. Fréttir Hæstiréttur Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson stóðu að mati Hæstaréttar öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni, en ráðherra segir dóminn hafa gengið fulllangt í mati sínu. Geir Haarde, settur dómsmálaráðherra, segir reynslu Jóns Steinars af lögmannsstörfum og málflutningi gera hann hæfastan umsækjenda. Að mati Hæstiréttar stóðu þrír umsækjendur Jóni Steinari framar. Spurður hvort skipan í embætti hæstaréttardomara sé ekki geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni, og því óþarfi að fá umsögn frá Hæstarétti segir Geir svo ekki vera. Umsögnin geri það einmitt að verkum að ekki sé hægt að taka geðþóttaákvörðun í þessu. Þar sé í fyrsta lagi fjallað um hvort menn séu hæfir yfirleitt og því ekki hægt að skipa óhæfan mann í embættið. Í öðru lagi er í umsögn Hæstaréttar farið út í hæfnismat þar sem Geir telur að gengið sé fulllangt að þessu sinni. Ráðherra segir að vissulega megi gagnrýna það kerfi sem unnið sé eftir við ráðningu dómara, en til að breyta því þurfi jafnframt að breyta lögum. Hann telur sig hafa frjálsar hendur svo lengi sem ákvörðun hans sé málefnalega rökstudd og svo sé. Ráðherra hefur hvort tveggja fengið í hendur greinargerð frá Jóni Steinari um umsögn Hæstaréttar og yfir 120 félagar Jóns Steinars úr lögmannsstétt skrifuðu undir yfirlýsingu honum til stuðnings. Geir segist ekki hafa gert mikið með það og reyndar ekki litið á þá undirskriftarlista sem honum voru sendir. „Ég tel ekki gott í þessu ferli að menn séu að senda mér eða veitingarvaldinu einhverjar áskoranir af þessu tagi,“ segir ráðherra og bætir við að menn verði að fá að vinna svona verk í friði. Aðspurður segist Geir gera ráð fyrir að einhverjir muni gagnrýna skipanina vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn því þá hverfi hann af síðum dagblaðanna og verði ekki áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekur við embætti hæstaréttardómara þann 15. október, segist taka við embættisveitingunni með auðmýkt í hjarta og vonar að hann nái að uppfylla þær ríku kröfur sem gerðar eru til embættisins.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira