Oft á öndverðum meiði 29. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um marga dóma Hæstaréttar og gagnrýnt hann í nokkrum tilvikum. Má því ætla að sumir dóma hans hefðu fallið á annan veg ef Jón hefði klæðst svörtu skikkjunni. Desember 1998 - Valdimarsdómurinn. Jón Steinar sagðist út af fyrir sig sammála niðurstöðu Hæstaréttar í svonefndum Valdimarsdómi. Hann áréttaði hins vegar vandlega að dómurinn segði ekki neitt um lögmæti kvótakerfið sjálfs þótt Hæstiréttur hefði notað orðið "veiðiheimild" í úrskurði sínum. Apríl 2000 - Vatneyrardómurinn Jón Steinar var ánægður með Vatneyrardóminn svokallaða en þá festi Hæstiréttur kvótakerfið í sessi. Jón sagði við þetta tilefni að menn væru farnir að mistúlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. "Það er eins og menn telji að með 65. greininni sé búið að lögleiða eins konar sósíalisma," sagði hann í viðtali. Október 2000 - Skaðabótamál Kio Briggs Jóni Steinari misbauð að Hæstiréttur synjaði Briggs um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds og ritaði af því tilefni í Morgunblaðið: "Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsissviptingarinnar." Desember 2000 - Öryrkjadómurinn Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að skerða tekjur öryrkja vegna tekna maka þeirra og olli dómurinn miklum titringi í þjóðfélaginu. Jón Steinar var afar ósáttur við öryrkjadóminn af tveimur ástæðum. Í fyrra lagi taldi hann að Hæstiréttur væri að taka sér löggjafarvald sem hann hefði ekki. Í síðara lagi áleit hann að rétturinn ætti ekki að fjalla um mál sem vörðuðu efnahagsleg og félagsleg réttindi. Mars 2004 - Dómur vegna læknamistaka Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms um að læknar hefðu með gáleysi orðið valdir að fötlun lítillar telpu. Jón Steinar, sem var lögmaður stúlkunnar, átaldi Hæstarétt harðlega fyrir málsmeðferðina og sagði hann ekki hafa gætt hlutleysis heldur gengið til liðs við íslenska ríkið í málaferlunum. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um marga dóma Hæstaréttar og gagnrýnt hann í nokkrum tilvikum. Má því ætla að sumir dóma hans hefðu fallið á annan veg ef Jón hefði klæðst svörtu skikkjunni. Desember 1998 - Valdimarsdómurinn. Jón Steinar sagðist út af fyrir sig sammála niðurstöðu Hæstaréttar í svonefndum Valdimarsdómi. Hann áréttaði hins vegar vandlega að dómurinn segði ekki neitt um lögmæti kvótakerfið sjálfs þótt Hæstiréttur hefði notað orðið "veiðiheimild" í úrskurði sínum. Apríl 2000 - Vatneyrardómurinn Jón Steinar var ánægður með Vatneyrardóminn svokallaða en þá festi Hæstiréttur kvótakerfið í sessi. Jón sagði við þetta tilefni að menn væru farnir að mistúlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. "Það er eins og menn telji að með 65. greininni sé búið að lögleiða eins konar sósíalisma," sagði hann í viðtali. Október 2000 - Skaðabótamál Kio Briggs Jóni Steinari misbauð að Hæstiréttur synjaði Briggs um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds og ritaði af því tilefni í Morgunblaðið: "Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsissviptingarinnar." Desember 2000 - Öryrkjadómurinn Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að skerða tekjur öryrkja vegna tekna maka þeirra og olli dómurinn miklum titringi í þjóðfélaginu. Jón Steinar var afar ósáttur við öryrkjadóminn af tveimur ástæðum. Í fyrra lagi taldi hann að Hæstiréttur væri að taka sér löggjafarvald sem hann hefði ekki. Í síðara lagi áleit hann að rétturinn ætti ekki að fjalla um mál sem vörðuðu efnahagsleg og félagsleg réttindi. Mars 2004 - Dómur vegna læknamistaka Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms um að læknar hefðu með gáleysi orðið valdir að fötlun lítillar telpu. Jón Steinar, sem var lögmaður stúlkunnar, átaldi Hæstarétt harðlega fyrir málsmeðferðina og sagði hann ekki hafa gætt hlutleysis heldur gengið til liðs við íslenska ríkið í málaferlunum.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira