Metið á a.m.k. hundruðir milljóna 29. september 2004 00:01 Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira