Gargandi þvæla segir Sveinn Andri 13. október 2005 14:41 Alls hafa um 120 lögmenn skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Steinar Gunnlaugsson um að hann verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segist ekki vita hversu margir hafi verið beðnir um að skrifa undir áskorunina. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélagsins, viðraði efasemdir sínar um réttmæti slíkrar undirskriftasöfnunar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hann segir hana vekja upp spurningar um hæfi þeirra lögmanna sem standi að söfnuninni til að reka mál fyrir Hæstarétti verði Jón Steinar skipaður, og ekki síður um hæfi þeirra lögmanna sem skrifa undir þessa áskorun, og eins hæfi þeirra sem ekki skrifa undir hana. Sveinn Andri segir svona undirskriftasöfnun fullkomlega réttlætanlega og hann vísar gagnrýni formanns Lögmannafélagsins algerlega á bug. Hann segist sem lögmaður gera þá kröfu til formannsins að hann fari ekki í fjölmiðla með hvaða vitleysu sem er. Sveinn Andri segir hann hafa óumbeðinn gagnrýnt skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu Hæstaréttardómara í fyrra en formaðurinn hafi samt ekki krafist þess að Ólafur viki sæti í þeim málum sem Gunnar hafi flutt fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir að samkvæmt kenningu formanns Lögmannafélagsins eru þeir lögmenn sem skrifa undir listann til stuðnings Jóni Steinari að gagnrýna átta dómara Hæstaréttar. Með sömu aðferðafræði megi segja að allir þessir dómarar séu vanhæfir til að kveða upp dóma í þeim málum sem viðkomandi lögmenn reka fyrir Hæstarétti, og jafnframt þeir lögmenn sem ekki skrifuðu undir. Af þessu leiðir að allir dómarar Hæstaréttar séu vanhæfir að dæma í öllum málum allra lögmanna á Íslandi að sögn Sveins. „Þetta er náttúrlega bara gargandi þvæla,“ segir lögmaðurinn. Ríkissjónvarpið greindi frá því í gær að skjalið sem sent hafi verið hundruðum lögmanna hafi verið skrifað og sent úr tölvu Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Sveinn Andri segir þetta týpíska „ekki-frétt“. Honum sé ekki kunnugt um hvernig greinin hafi víxlast á milli en það liggi fyrir hvaða lögmaður samdi fyrsta uppkast að greininni og Ríkissjónvarpinu hafi verið bent á það, og reyndar útskýrt rækilega fyrir þeim, en samt hafi þeir haldið áfram með fréttina. „Þetta er týpísk „ekki-frétt“ sem sett er fram í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir Sveinn Andri. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Andra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Alls hafa um 120 lögmenn skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Steinar Gunnlaugsson um að hann verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segist ekki vita hversu margir hafi verið beðnir um að skrifa undir áskorunina. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélagsins, viðraði efasemdir sínar um réttmæti slíkrar undirskriftasöfnunar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hann segir hana vekja upp spurningar um hæfi þeirra lögmanna sem standi að söfnuninni til að reka mál fyrir Hæstarétti verði Jón Steinar skipaður, og ekki síður um hæfi þeirra lögmanna sem skrifa undir þessa áskorun, og eins hæfi þeirra sem ekki skrifa undir hana. Sveinn Andri segir svona undirskriftasöfnun fullkomlega réttlætanlega og hann vísar gagnrýni formanns Lögmannafélagsins algerlega á bug. Hann segist sem lögmaður gera þá kröfu til formannsins að hann fari ekki í fjölmiðla með hvaða vitleysu sem er. Sveinn Andri segir hann hafa óumbeðinn gagnrýnt skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu Hæstaréttardómara í fyrra en formaðurinn hafi samt ekki krafist þess að Ólafur viki sæti í þeim málum sem Gunnar hafi flutt fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir að samkvæmt kenningu formanns Lögmannafélagsins eru þeir lögmenn sem skrifa undir listann til stuðnings Jóni Steinari að gagnrýna átta dómara Hæstaréttar. Með sömu aðferðafræði megi segja að allir þessir dómarar séu vanhæfir til að kveða upp dóma í þeim málum sem viðkomandi lögmenn reka fyrir Hæstarétti, og jafnframt þeir lögmenn sem ekki skrifuðu undir. Af þessu leiðir að allir dómarar Hæstaréttar séu vanhæfir að dæma í öllum málum allra lögmanna á Íslandi að sögn Sveins. „Þetta er náttúrlega bara gargandi þvæla,“ segir lögmaðurinn. Ríkissjónvarpið greindi frá því í gær að skjalið sem sent hafi verið hundruðum lögmanna hafi verið skrifað og sent úr tölvu Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Sveinn Andri segir þetta týpíska „ekki-frétt“. Honum sé ekki kunnugt um hvernig greinin hafi víxlast á milli en það liggi fyrir hvaða lögmaður samdi fyrsta uppkast að greininni og Ríkissjónvarpinu hafi verið bent á það, og reyndar útskýrt rækilega fyrir þeim, en samt hafi þeir haldið áfram með fréttina. „Þetta er týpísk „ekki-frétt“ sem sett er fram í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir Sveinn Andri. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Andra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira