Guðni forsætisráðherra 24. september 2004 00:01 Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. a.snaevarr@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföllum Halldórs og Davíðs og er þetta í fyrsta skipti sem honum hlotnast sá heiður. "Mér finnst sólin eins, og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga", sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra er því starfandi utanríkisráðherra hér á heimavígstöðvunum á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráðherra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjármálaráðherra? "Sturla Böðvarsson" var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri farinn á menningarkynningu til Parísar, var Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur fyrr en miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekkurinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar eða helmingur voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Halldór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynningu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðhera var fjarverandi en þó á landinu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórntaumana í forsætis- og utanríkisráðuneytum gerist þess þörf. "Gamall draumur að rætast " sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. a.snaevarr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira