Langt í úrlausn verkfalls 23. september 2004 00:01 Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira