Plexígler í uppáhaldi 22. september 2004 00:01 Plexígler er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni Högnadóttur, hönnuði og sjónvarpskonu. "Það eru ótrúlegir möguleikar með þetta efni, hægt er að velja hvaða lit sem er, efnið er til í mörgum þykktum, auðvelt er að beygja það og sveigja og best er hvað það er ódýrt." Heimili hennar og verkefnin sem hún hefur tekið að sér bera áhuganum glögg merki. "Núna er ég að klæða gamlan tekkskenk með hvítu plexígleri, þetta er svolítið nostur en alveg óskaplega gaman," segir Þórunn og bætir við að nýjasta æðið hjá henni sé að skreyta fyrir barnaafmæli. "Ég var að gera barnaafmæli fyrir Gestgjafann um daginn og gjörsamlega missti mig í öllu skrautinu, þarna fékk skreytiþörfin hjá mér allsherjar útrás." Þórunn er nýr meðstjórnandi Valgerðar Matthíasdóttur í hinum sívinsæla sjónvarpsþætti Innlit/útlit sem hóf göngu sína á ný á Skjá einum á dögunum. Þórunn hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegu heimili, innanhúshönnun er henni hugleikin og skreytiþörfin er mikil. Ásamt því að heimsækja landsmenn á skjánum starfar Þórunn sem stílisti hjá NTC hf., sinnir ýmsum verkefnum á sviði útlitshönnunar og tekur að sér veisluskreytingar. Þrátt fyrir að nóg sé að gera sest Þórunn gjarnan niður með skissubókina í frítímanum og leyfir huganum að reika. Hún hefur sjálf hannað þó nokkra hluti sem prýða heimili hennar, bæði hannar hún hlutina frá grunni og hefur einnig gaman af því að setja gamla muni í nýjan búning. Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Plexígler er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni Högnadóttur, hönnuði og sjónvarpskonu. "Það eru ótrúlegir möguleikar með þetta efni, hægt er að velja hvaða lit sem er, efnið er til í mörgum þykktum, auðvelt er að beygja það og sveigja og best er hvað það er ódýrt." Heimili hennar og verkefnin sem hún hefur tekið að sér bera áhuganum glögg merki. "Núna er ég að klæða gamlan tekkskenk með hvítu plexígleri, þetta er svolítið nostur en alveg óskaplega gaman," segir Þórunn og bætir við að nýjasta æðið hjá henni sé að skreyta fyrir barnaafmæli. "Ég var að gera barnaafmæli fyrir Gestgjafann um daginn og gjörsamlega missti mig í öllu skrautinu, þarna fékk skreytiþörfin hjá mér allsherjar útrás." Þórunn er nýr meðstjórnandi Valgerðar Matthíasdóttur í hinum sívinsæla sjónvarpsþætti Innlit/útlit sem hóf göngu sína á ný á Skjá einum á dögunum. Þórunn hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegu heimili, innanhúshönnun er henni hugleikin og skreytiþörfin er mikil. Ásamt því að heimsækja landsmenn á skjánum starfar Þórunn sem stílisti hjá NTC hf., sinnir ýmsum verkefnum á sviði útlitshönnunar og tekur að sér veisluskreytingar. Þrátt fyrir að nóg sé að gera sest Þórunn gjarnan niður með skissubókina í frítímanum og leyfir huganum að reika. Hún hefur sjálf hannað þó nokkra hluti sem prýða heimili hennar, bæði hannar hún hlutina frá grunni og hefur einnig gaman af því að setja gamla muni í nýjan búning.
Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira