Plexígler í uppáhaldi 22. september 2004 00:01 Plexígler er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni Högnadóttur, hönnuði og sjónvarpskonu. "Það eru ótrúlegir möguleikar með þetta efni, hægt er að velja hvaða lit sem er, efnið er til í mörgum þykktum, auðvelt er að beygja það og sveigja og best er hvað það er ódýrt." Heimili hennar og verkefnin sem hún hefur tekið að sér bera áhuganum glögg merki. "Núna er ég að klæða gamlan tekkskenk með hvítu plexígleri, þetta er svolítið nostur en alveg óskaplega gaman," segir Þórunn og bætir við að nýjasta æðið hjá henni sé að skreyta fyrir barnaafmæli. "Ég var að gera barnaafmæli fyrir Gestgjafann um daginn og gjörsamlega missti mig í öllu skrautinu, þarna fékk skreytiþörfin hjá mér allsherjar útrás." Þórunn er nýr meðstjórnandi Valgerðar Matthíasdóttur í hinum sívinsæla sjónvarpsþætti Innlit/útlit sem hóf göngu sína á ný á Skjá einum á dögunum. Þórunn hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegu heimili, innanhúshönnun er henni hugleikin og skreytiþörfin er mikil. Ásamt því að heimsækja landsmenn á skjánum starfar Þórunn sem stílisti hjá NTC hf., sinnir ýmsum verkefnum á sviði útlitshönnunar og tekur að sér veisluskreytingar. Þrátt fyrir að nóg sé að gera sest Þórunn gjarnan niður með skissubókina í frítímanum og leyfir huganum að reika. Hún hefur sjálf hannað þó nokkra hluti sem prýða heimili hennar, bæði hannar hún hlutina frá grunni og hefur einnig gaman af því að setja gamla muni í nýjan búning. Hús og heimili Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira
Plexígler er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni Högnadóttur, hönnuði og sjónvarpskonu. "Það eru ótrúlegir möguleikar með þetta efni, hægt er að velja hvaða lit sem er, efnið er til í mörgum þykktum, auðvelt er að beygja það og sveigja og best er hvað það er ódýrt." Heimili hennar og verkefnin sem hún hefur tekið að sér bera áhuganum glögg merki. "Núna er ég að klæða gamlan tekkskenk með hvítu plexígleri, þetta er svolítið nostur en alveg óskaplega gaman," segir Þórunn og bætir við að nýjasta æðið hjá henni sé að skreyta fyrir barnaafmæli. "Ég var að gera barnaafmæli fyrir Gestgjafann um daginn og gjörsamlega missti mig í öllu skrautinu, þarna fékk skreytiþörfin hjá mér allsherjar útrás." Þórunn er nýr meðstjórnandi Valgerðar Matthíasdóttur í hinum sívinsæla sjónvarpsþætti Innlit/útlit sem hóf göngu sína á ný á Skjá einum á dögunum. Þórunn hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegu heimili, innanhúshönnun er henni hugleikin og skreytiþörfin er mikil. Ásamt því að heimsækja landsmenn á skjánum starfar Þórunn sem stílisti hjá NTC hf., sinnir ýmsum verkefnum á sviði útlitshönnunar og tekur að sér veisluskreytingar. Þrátt fyrir að nóg sé að gera sest Þórunn gjarnan niður með skissubókina í frítímanum og leyfir huganum að reika. Hún hefur sjálf hannað þó nokkra hluti sem prýða heimili hennar, bæði hannar hún hlutina frá grunni og hefur einnig gaman af því að setja gamla muni í nýjan búning.
Hús og heimili Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira